laugardagur, desember 29, 2007

Nokkrar jólamyndir

Á Þorláksmessu var soðin skata, en það kunnu ekki allir af mölinni að meta ilminn:

Jólaborðið okkar var hefðbundið og ljúffengt, eins og alltaf:
Við systkinin vorum sérstaklega fín og sæt á aðfangadagskvöld að okkar eigin mati, en fengum engan til að mynda okkur svo við gerðum það bara sjálf:
Ég gerði mitt besta til að ná mynd af okkur ömmu saman en hún var ekkert sérstaklega samvinnuþýð:

Bróðirinn var eins manns skemmtinefnd:
Gamla góða plastjólatréð stóð sig sæmilega eftir að fæturnir undir það fundust loksins, en hallaði samt alltaf meira og meira með hverjum deginum. Það er ólæknandi, enn sem komið er:

Eigið góð áramót!

fimmtudagur, desember 27, 2007

Bakkafjörður, París Langaness...

Minnisbók Sigurðar Pálssonar er stórhættuleg, og ég ráðlegg öllum sem tök hafa á að halda sig sem lengst frá henni. Það er of seint að bjarga mér, ég er búin að lesa hana og þegar orðin langt leidd af Parísarsýkinni, en bjargið sjálfum ykkur! Nú langar mig ekkert meira en að halda aftur til Frans, í þetta sinn til Parísar, læra meiri frönsku, borða meiri ost og drekka meira rauðvín. Langaði að verða skáld í smástund meðan ég var að lesa hana en það bráði sem betur fer fljótlega af mér.
Verst ég nenni ekki aftur ein, allavega ekki eins og er, svo ég þarf að finna mér partner in crime. Og fá nóg af Íslandi, sem ætlar að gerast frekar hægt í þetta sinn. Kann svo ágætlega við mig í rokinu ennþá. Fannst ég á tímabili vera að rykfalla í hnetunni í Strass, en síðan ég flutti heim hefur nú verið loftað ærlega út. Takk Kári*.

*Kári kuldaboli, svo það komist nú ekki á kreik fleiri samsæriskenningar um ástalíf mitt. Jeminn.

mánudagur, desember 24, 2007

Gleðilega hátíð!

Þá er ég mætt í sveitina og öllum meiriháttar jólaundirbúningi lokið. Kökur hafa verið bakaðar, gólf skúruð, gjöfum pakkað inn, jólakortum dreift, fólk knúsað og vettlingur jólabaðaður. Nú er ekkert að gera í stöðunni nema bíða eftir blessuðum jólunum. Og kannski greiða sér.
Sný aftur til höfuðstaðarins 28. desember.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og hamingjuríks nýárs.
Ást og friður.
Vettlingur út.

fimmtudagur, desember 20, 2007

Jólatölfræði

Próf eftir: 0
Jólagjafir keyptar: 0
Jólakort send: 0
Dagar þar til ég fer í sveitina: 2
Jólatónleikar séðir (heyrðir?): 3
Fólk sem mig langar að hitta og jólaknúsa áður en ég fer í sveitina: 100+
Jólaelgar (elgir?) í stofunni minni: 4
Sérsniðin jólasveinahúfa á Hundmund: 1! (hann er ó svo fínn)

Er samt alltsaman á réttri leið, vinn mikið hraðar eftir að ég pakkaði loksins niður svefnpokanum sem ég er búin að vera að ánamaðkast í heima hjá mér síðustu daga. Stórvarasamt. Nágranninn á hæðinni fyrir neðan heldur sennilega að ég hafi gefið sjálfri mér pogo-prik í snemmbúna jólagjöf eftir allt svefnpokahoppið. Skjús mí.

þriðjudagur, desember 11, 2007

Skólajól (jólaskól?)

Próflestur kominn á fullt skrið og ég er óþarflega lítið stressuð. Sennilega af því þessi próf eru á tungumáli sem ég skil svona sæmilega, í síðustu prófum hafði ég mestar áhyggjur af því að skilja ekki spurningarnar, ef svo heppilega vildi síðan til að ég vissi svörin við þeim var það bara bónus.
Fór annars í frábæra sundferð í gær, í brjáluðu roki og rigningu. Gott til þess að hreinsa aðeins til í hausnum. Mæli með því.
Á næstu dögum fæ ég, á milli þess sem ég læri fyrir próf, að búa til felt-jólasveina, skera út laufabrauð, kreista trölladeig í jólaleg form og dreifa glimmeri um heiminn. Gaman að vinna í barnaskóla fyrir jólin!

sunnudagur, desember 09, 2007

Brr...

Sófus sjötti er uppáhalds. Er að spá í að fela mig í töskunni hans þegar hann fer heim. Erum búin að blaðra stanslaust síðan hann mætti á svæðið og ég á eftir að sakna hans þegar hann fer, þó það muni nú hugga mig örlítið að endurheimta sængina mína. Hélt ég myndi deyja úr kulda undir aumingjalegu teppi í nótt.
Annars er þetta sniðugasti brúðhjónadans sem ég hef séð, hef þetta í huga ef mér skyldi detta í hug að gifta mig einhvern daginn:

miðvikudagur, desember 05, 2007

Jólaflöff

Foreldraeiningin kíkti í heimsókn áðan til að hengja upp jólaljós í gluggana mína. Þau tóku með sér aðventuljósið með plastblómunum sem er búið að lýsa inn aðventuna síðan ég man eftir mér, og það situr núna í miðjum stofuglugganum mínum. Mömmu finnst það ferlega ljótt og segist vera fegin að losna við það úr húsinu sínu, en mér gæti ekki þótt vænna um það. Fór á kaffihús áðan og þegar ég slökkti loftljósin á leiðinni út var birtan af aðventuljósinu og jólastjörnunni í eldhúsglugganum var svo falleg að ég varð öll flöffí að innan.
Varasöm þessi jól. Gera mann allan meyran.

sunnudagur, desember 02, 2007

Við kveikjum einu kerti á

Í gærkvöldi gerðist svolítið merkilegt. Við Rakel unnum tvo karlmenn í pool. Svo vann ég ein og sjálf einn karlmann í pool. Það er eitthvað skrýtið að gerast með þessa veröld. (Varð að vísu fyrir aðkasti því ég kallaði kjuðann "prik". en mér finnst að þeir sem nota svo umrætt prik aðallega til að skjóta kúlunum útaf borðinu og í höfuð nærliggjandi súkkulaðidrengja ekki eiga að kasta steinum.)
Annars róleg og góð helgi að klárast, búin að eyða töluverðum hluta af henni með familíunni og ekkert nema agalega gott um það að segja. Hef reyndar verið yfirheyrð nokkrum sinnum fyrir ákvörðun mína um að fresta BA skilum en hef mínar ástæður, sem ég nenni ekki að útlista hér en ef einhvern langar að kíkja í kaffi og fá löngu útgáfuna þá er það velkomið. Ennþá velkomnara eftir að ég jólaskreytti pleisið áðan. Meira að segja komin með aðventukrans á réttum degi, sem hlýtur að hafa komið æðri máttarvöldum ferlega á óvart.
PS. Þeim sem eiga erindi í Rúmfatalagerinn fyrir jólin vil ég benda á að veita athygli jólahórunni sem er þar til sölu. Mjög kósý.

föstudagur, nóvember 30, 2007

ch-ch-ch-ch-chaaanges

Mér sýnist BA-ritgerðin vera að taka netta beygju þessa dagana, og nú skil ég loksins aðeins hvað rithöfundar eru að tala um þegar þeir segjast ekki ráða neitt við neitt, verkið hafi sjálfstæðan vilja og geri það sem því sýnist. Ekki að BA-verkefnið sé neitt lifnað við, það er steindautt ennþá en útlitið er þó allavega að batna fyrir það greyið. Var farið að stefna í að verða úrelt áður en það einu sinni væri búið að gefa mér einkunn fyrir það, en með aðstoð góðra manna og kvenna er það allt að koma til, og móðurtilfinning mín gagnvart því er óðum að styrkjast (var komin á fremsta hlunn með að skilja það bara eftir nafnlaust á kirkjutröppum einhversstaðar og stinga af). Það þýðir samt að ég get ekki skilað því fyrr en í vor, en ég get hvort eð er ekki útskrifast fyrr en þá svo það skiptir mig engu þannig lagað. Stoltið reyndar svolítið marið af að standa ekki við deddlænið sitt, en það hefur gott af því að læra smá hógværð hvort eð er.
Þetta leiðir það af sér að ég get mögulega litið uppúr bókunum eftir prófin, notið jólanna í sæmilegu stressleysi og jafnvel borðað söru eða tvær. Hið besta mál.

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

He's making a list

Síðustu þrír dagar eru búnir að vera ferlega kjánalegir eitthvað. Ótrúlega erfiðir á milli þess sem þeir voru ótrúlega ljúfir og góðir. Miklar öfgar í gangi á öllum vígstöðvum og það er að gera mig dálítið bil. Vildi að ég hefði tíma til að leggjast undir feld í nokkra daga og hugleiða, en það er ekki í boði fyrir mig eins og er (ekki frekar en nokkurn Íslending í skóla á þessum árstíma), svo þá er bara að skrifa andlegan lista og díla við allt draslið þegar BA hefur verið skilað og jólasteikin verið melt.
Naughty: Vinnustaðamórall í sögulegu lágmarki, BA-verkefnið í tilvistarkreppu, vettlingur ringlaður og pínu tjúll.
Nice: Indælis humarsúpa, ljúfir tónleikar vættir í rauðvíni, rölt í jólaskreyttum miðbæ, kertaljós og skammdegisrómantík.

PS. takið eftir jólasveinahúfunni á íkornanum góða. Gerði hana sjálf. Næstum rauð og allt. Fín.

þriðjudagur, nóvember 27, 2007

Menningarsjokk

Ég er ekki að segja að Sófus fimmti sé vitlaus, en þegar ég kom heim áðan var hann í sturtu og í stað þess að kippa baðmottunni úr henni á meðan þá stóð hann á henni í sturtunni og gróf tærnar í blauta Ikeadýrðina meðan hann þvoði sjampóið úr hárinu. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta. Svo ég gerði bæði.

sunnudagur, nóvember 25, 2007

Sunnudagur

Ísland má eiga það að sunnudagskvöld hér eru miklu meira kósý en í Strass. Þar vantaði alveg slagveðrið til að setja punktinn yfir i-ið. Þetta rann upp fyrir mér áðan, þegar ég var búin að skúra mig út á svalir (sem ég geri einhverra hluta vegna í hvert einasta sinn sem ég skúra kotið) og tvísteig og beið eftir að gólfið þornaði nóg til að skottast inn í hlýjuna aftur. Svalasýnishornið mitt er í skjóli, og þar sem ég stóð og hlustaði á rigninguna og horfði á trén sveiflast í rokinu var ég voða glöð að vera komin heim frá útlandinu, þrátt fyrir matvælaverðið, rauðvínsleysið og BA-stressið.
Eftir skúringar setti ég svo upp eina jólaskrautið mitt. Keypti það í mæðgnaferð í Smáralind í gær, band með litlum, rauðum rugguhestum. Gleymdi að hugsa fyrir því hvert ég ætti eiginlega að setja það, og endaði á að vefja því utanum pottaplöntuna mína. Þar sem ég stóð og dáðist að skreytingunni áttaði ég mig á því að ég hafði gert akkúrat það sem ég er búin að hlæja að ákveðnum fjölskyldumeðlim fyrir að gera í mörg ár. Jólaskreyta pottaplöntu. Sjaldan fellur eplið og allt það.
Nú stendur til að kveikja á kertum og Cörlu Bruni, draga fram ullarsokkana, hita te og ráðast á heimadæmin. Ljúft!

þriðjudagur, nóvember 20, 2007

Despó týpa

Ég þarf án gríns að fara að hætta að horfa á Dancing with the Stars, fæ svo mikinn fiðring í tærnar að ég get ekki sofið á eftir, og áðan fór ég næstum að gráta yfir vínarvalsinum. Jæks. Tók fram semi-dansskóna aftur eftir alltof langan tíma í síðustu viku og fór í einn salsatíma, uppskar geðveikislegar harðsperrur í iljarnar, og dansþráin mín versnaði um helming. Er að reyna þessa dagana að finna einhvern sem nennir að dansa við mig samkvæmisdansa en það gengur ekkert voðalega vel, margir búnir að bjóða sig fram í hálfkæringi en ég hef á tilfinningunni að enginn ætli að gera alvöru úr því. Var að vona að mér tækist að fá einhvern sem ég þekki eitthvað fyrir til að dansa við mig, þó það myndi þýða að hann væri að dansa í fyrsta sinn, því síðast þegar ég æfði dansaði ég við strák sem var ágætur dansari (töluvert betri en ég allavega) en við áttum engan veginn saman sem persónuleikar og það var algjörlega hræðilegt. Ótrúlega erfitt að dansa rúmbu við einhvern sem manni líkar ekki við, prófið það bara ef þið trúið mér ekki! Þetta á náttúrulega fyrst og fremst að vera skemmtilegt, svo í þetta sinn vil ég dansa við einhvern sem mér aksjúallí líkar við. Held þetta endi á að ég bjóði nokkrum vinum í partý, fylli þá og reyni að fá einhvern þeirra til að skrifa undir dansfélagasamning. Gott plan? Gott plan.

laugardagur, nóvember 17, 2007

Go team?

Mér er of illt í hnjánum til að sofna. Það er nýtt.
Langaði út í kvöld í eins og eitt rauðvínsglas og spjall, en gerði þá skelfilegu uppgötvun að næstum allir vinir mínir eru orðnir helmingur (að minnsta kosti) af pari. Hvenær gerðist þetta eiginlega? Og hvar var ég?? (Frakklandi segiði? Kannast ekki við það...) Það er svo erfitt að draga pöruðu vinina út úr örkinni á föstudagskvöldum að eftir að hafa farið með söluræðuna mína nokkrum sinnum í símann án minnsta árangurs ákvað ég að gefast bara upp, fara í joggarann og gera aðgerðaáætlun um hvernig sé best að finna sér nýja einhleypa vini sem nenna að gera hluti um helgar. Ekki að ég ætli að fara að losa mig neitt við arkarbúana, sem ég kann ennþá mjög vel að meta, en það er greinilegt að það vantar eitthvað uppá að lífstílarnir fari saman eins og er. Og ég kann ómögulega við að drekka ein, held ég hafi lesið of margar bækur eftir Þorgrím Þráins þegar ég var áhrifagjarn unglingur.

föstudagur, nóvember 16, 2007

Alþjóðasamfélag? Are you out there..?

Þrátt fyrir óstjórnlega hræðslu við þetta fyrirbæri sem Moggabloggið er þá ætla ég núna að gerast sek um ansi Moggabloggslega hegðun. Kenni því um að ég er illa sofin.
Á krúsi um vef Morgunblaðsins í morgun rakst ég á þessa frétt, þar sem sagt er frá því að dómur sé fallinn í máli 19 ára stúlku í Sádí-Arabíu sem varð fyrir hópnauðgun. Stúlkan þarf að sitja 6 mánuði í fangelsi og þola 200 svipuhögg fyrir að hafa "brotið lög sem banna samskipti við ókunna karlmenn". Ég er oftast fljót til að þjóta upp og verja trúfrelsi fólks, og blaðra um það að allt verði að skoða með tilliti til ólíkra menningarheima og allt það, en svona lagað fellur bara ekki á neinn hátt undir trúmál eða menningarmun. Þetta er bara hreint og klárt brot á mannréttindum, og það gróft. En ólíkt mörgum málum sem varða réttindi kvenna þá þarf engan að sannfæra í hinum vestræna heimi um að þetta sé fáránlegt, það sjá allir sem lesa fréttina, sem betur fer. Hinsvegar er þetta látið viðgangast ár eftir ár, mál eftir mál, og ekkert gert að því er virðist til að koma þessum konum til hjálpar. Til hvers erum við eiginlega með stofnanir eins og til dæmis Sameinuðu þjóðirnar? Ég veit alveg hvað þetta er flókið mál og erfitt viðureignar, en þegar mikið liggur við eru alltaf fundnar leiðir til að grípa til aðgerða. Verst það er engin olía í húfi hér.
(Ómálefnalegur póstur, en ég er of reið til að hugsa rökrétt. Fer frábærlega saman, ég veit.)

sunnudagur, nóvember 11, 2007

Fráhvarf

Ég ætla að detta í þá klisju að segja að ég sakni deit-menningarinnar í henni Frakklandi. Meira að segja ég, sem var með rómantíkur-ofnæmi á svo háu stigi þegar ég fór út að ég tók með mér adrenalínsprautu til vonar og vara, hef greinilega ekki komið aftur heim til Íslands farsælda Fróns ósnortin af frönsku rómantíkinni. Eins og ég bölvaði henni samt mikið. Frakkarnir eru búnir að "raise the bar" og ég get ekki sagt að það sé að auðvelda mér lífið á íslenska markaðnum. Helvítis lögfræðingar... Vissi að það myndi koma aftur og bíta mig í rassinn.

laugardagur, nóvember 10, 2007

Feel your pain...

Stundum líður mér svona þegar ég er að reyna að fá fólk til að taka mig alvarlega:

(Mynd rænt héðan)

fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Snurfusaður vettlingur

Vegna fjölda kvartana um fátæklegt útlit vettlings hefur hann nú fengið andlitslyftingu. Ekki dramatíska, en ég fæ allavega prik fyrir að reyna. Ástæðan fyrir því að ég breytti honum back to the basics um daginn var sú að ég var farin að íhuga alvarlega að senda hann á eftirlaun, hætta þessu sjálfhverfa blaðri um ekki neitt á netinu og fara að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegra, eins og fluguhnýtingar eða skottís. Báðir lesendur mínir brugðust ókvæða við þeim tíðindum, og því hef ég ákveðið að halda vettlingi á lífi í bili og sjá hvort ég fæ ekki innblástur um hvernig er hægt að rífa hann uppúr lægðinni sem hann hefur verið í síðasta árið eða svo. Ef einhver hefur skoðun á því hvað gæti hjálpað, í hönnun vettlings eða efnistökum hans, eða fílar bara ekki Scrat hérna að ofan, þá má viðkomandi endilega tjá sig um það í kommentunum.
Viljið þið svo prittí plís taka þátt í skoðanakönnuninni hérna til vinstri, er forvitin. Og pínu despó. Samt aðallega forvitin. (Og despó.)
Lifið heil.

mánudagur, október 29, 2007

Á flótta

Um helgina flúði ég alla leið frá Sómalíu til Íslands, fótgangandi fyrir utan leiðina frá Þýskalandi til Íslands sem ég fór siglandi í sendiferðabíl. Frekar trikkí að blogga um leikinn án þess að gefa of mikið upp og skemma hann fyrir öðrum sem eiga eftir að upplifa hann. Og ég mæli með því við alla að prófa þetta, svo eiginlega myndi ég ráðleggja öllum að hætta bara að lesa hér til öryggis...
En ég mætti semsagt galvösk uppá Kjalarnes á laugardaginn þar sem ég varð að 79 ára gamalli sómalskri konu, Sui, í sólarhring. Ég flúði svo ásamt fjölskyldu minni frá Sómalíu til Íslands, (sem fól ótrúlegt en satt ekki í sér meira en ca. 20 km labb). Úff, get ekki sagt ferðasöguna í neinu samhengi án þess að skemma leikinn fyrir fólki, en hér koma nokkrir random punktar:
-79 ára gamalli konunni tókst að gera 20 armbeygjur um miðja nótt á snjóblautum vegi í Rúmeníu, sem mér finnst nokk vel af sér vikið hjá henni.
-Er öll marin og blá eftir að hafa endurtekið hent mér útaf veginum og inní runna í Tyrklandi og Búlgaríu til að fela mig fyrir hermönnum (sem fundu mig engu að síður tvisvar).
-Er líka marin og blá báðum megin á mjöðmunum eftir að hafa "sofið" á steingólfi. Er prinsessan á bauninni.
-Tókst að verða aldrei svöng þrátt fyrir að fá bara einu sinni að borða á þessum sólarhring og þá bara hálfan disk af ofsoðnum hrísgrjónum. Vatnsþambarinn ég varð hinsvegar mjög þyrst, tvö vatnsglös duga mér ekki yfir sólarhringinn, sérstaklega ekki á svona labbi.
-Var greind með Acute Stress Disorder og þunglyndi af Dr. Strangelove í Yemen (ekki skrýtið kannski þar sem fjölskyldan mín var nýbúin að reyna að selja mig á landamærunum...).
-Var á endanum sú eina sem fékk hæli á Íslandi, restin af liðinu var send til baka til Sómalíu. Ég segist hafa unnið leikinn, en dipló Rauðakrossfólkið segir að við höfum öll unnið. Meira ruglið.
-Er með harðsperrur á undarlegustu stöðum.
-Allir unglingarnir í fjölskyldunni minni voru of stórir til að ég kæmi þeim ofaní svefnpokann minn, og enginn hundur á staðnum, svo ég fraus bara. Business as usual. Skondið samt að mér var aldrei kalt úti en undantekningalaust inni. Þarf eitthvað að láta athuga þetta.
-Næturlabbið í snjókomunni var svo frábært að ég er búin að skipuleggja annað helgina 10.-11. nóvember. Velkomin með.

fimmtudagur, október 25, 2007

Misc.

Best að blogga til að draga athyglina frá því hvað ég er svöng (er fangi í eigin svefnherbergi því Sófus 4, venesúelskur doktorsnemi í heimspeki, er sofandi í stofunni og ég vil ekki trufla hann með morgunverðarbrölti).
Hélt afmælisteiti um síðustu helgi sem tókst mjög vel, var reyndar fámennt en góðmennt útaf Airwaves en það telst frekar kostur en galli þegar íbúðin er lítil og staðsett í fjölbýlishúsi. Hefði ekki getað verið ánægðari með kvöldið, en þar sem ég hef ekki ennþá komið því í verk að sækja myndavélarhleðslutækið mitt í Mosó þá gat ég engar myndir tekið af gleðinni. Verðið bara að trúa mér. Var gleði. Takk fyrir komuna og fyrir mig elsku fólk!
Annars geri ég lítið annað þessa dagana en að læra, fullt að gera í öllum kúrsum og svo á ég víst að vera að skrifa BA-ritgerð. Nóg að gera, og er að verða gróin við skrifborðstólinn minn. Um helgina krefst einn kúrsanna minna þess að ég húki á Kjalarnesi í roki og væntanlega rigningu í einn sólarhring og láti beita mig ýmiss konar andlegu ofbeldi. Ég væri ekkert nema fylgjandi því, ef ekki væri fyrir félagsskapinn sem við verðum í. Kúrs úr stjórnmálafræði HÍ + 10. bekkur Fellaskóla + einhver félagsmiðstöð úr Kópavogi. Er hrædd við unglinga. Ætla að mæta í felulitum, liggja grafkyrr útí móa og vona að enginn finni mig fyrr en 24 stundirnar eru liðnar. Annað sem ég hef áhyggjur af er svefnpokasofelsið, en það er náttúrulögmál að ég frýs í svefnpokum, meira að segja innandyra. Svo nú þarf ég að vita, hversu illa séð væri það af samfélaginu að skríða ofaní svefnpokann hjá einhverjum unglinganna? Þið vitið, til að nýta líkamshitann? (Ekki víst að það dygði reyndar, svaf með hund í svefnpokanum á landsmóti hestamanna í fyrra og fraus samt (hundurinn hafði það kósý og svaf vært) en unglingar eru eitthvað stærri en hundar svo þetta ætti allavega séns á að virka...).

mánudagur, október 15, 2007

Einu árinu nær því að verða fullorðin

24. afmælisdagurinn minn var með eindæmum góður. Ég eyddi laugardeginum í bakstur og tiltekt og bauð svo stórfjölskyldunni í heimsókn á sunnudaginn, að vísu varð ekkert eins og það átti að vera í bakkelsisdeildinni en allt var nú samt sæmilega ætt, og meira að segja súkkulaðikakan sem varð að búðingi hvarf merkilega hratt. Það var dansað í stigaganginum, ráðist á fólk með rjómasprautum og verið með almennan hávaða og ólæti, og ég hefði ekki getað verið ánægðari með samkomuna. Takk fyrir mig!
Mamma hjálpaði mér svo að taka til eftir liðið (það var líka hún sem bakaði allt sem leit sæmilega eðlilega út á veisluborðinu) svo um sjöleytið sat ég ein eftir, södd og sæl í hreinni íbúð. Nokkuð vel af sér vikið.
Daginn endaði ég svo á að þiggja sjávarréttaþemað matarboð á Viktor af Rakel, og bjóða svo henni og Olivier heim í afganga. Við Rakel duttum í að rifja upp gamlar syndir, og Olivier fékk nett menningarsjokk. Held hann sé feginn að vera á leið heim til Frakklands á ný, þar sem ostum og vínberjum er haldið í öruggri fjarlægð hvoru frá öðru og hver máltíð tekur lengri tíma en 5 mínútur (með uppvaski).

þriðjudagur, október 09, 2007

Lögst undir feld

Ég veit fátt betra þessa dagana en að sitja heima á Garðastrætinu mínu fína, með tvö teppi, stússast í BA-ritgerðinni og hlusta á rigninguna lemja gluggann. Ég vona að veðrið verði ekki svona í allan vetur því þá eru allar líkur á því að ég fari ekkert undan teppunum fyrr en í vor.

Ég held ég sé alveg óvart komin í keppni við sjálfa mig um að búa til ógeðslegasta morgunmat sögunnar. Í morgun sló ég öll fyrri met með því að henda fullt af spínati, refasmáraspírum og einum banana í blandarann þar til það varð að einhverju sem líktist hálf-jórtruðu grasi. Á morgun ætla ég að reyna að gera það ennþá viðbjóðslegra með því að bæta trefjadufti við allt draslið, og mögulega smá ananas. (Þetta gerist þegar maður býr einn og gleymir að hugsa fyrir því í Bónus að maturinn sem maður kaupir þurfi að passa saman. (Svipað vandamál í fatabúðum er ástæðan fyrir því að ég er alltaf klædd eins og álfur útúr hól)).

Ég mundi það skyndilega í gær að ég á afmæli um næstu helgi, og er að reyna að gera það upp við mig hvort ég nenni að halda innflutnings/afmælispartý eða ekki. Er ekki of seint að fara að bjóða í svoleiðis samkomu núna? Enda ég þá ekki bara með fullt hús af lúðum, því allt svala liðið er búið að lofa sér annað?

mánudagur, október 08, 2007

Myndz

Nokkrar blandaðar myndir frá fyrsta mánuðinum mínum á Íslandi

Útsýnið af svölunum mínum á Garðastrætinu, miðbæjarrómantík uppá sitt besta:
Sófus 2 að borða samloku með hrossabjúgum og uppstúf:Við Rakel fórum í bústað og höfðum það huggulegt eina helgina:

Ég ætlaði að halda villt fjögurra manna partý en 66,7% gestanna voru uppteknir við mikilvægari hluti (eins og svefn) svo við Maggi enduðum á að drekka bleika kokteila í tveggja manna partýi:Það varð villtara með hverjum bleikum kokteil:
Lenti í fínu afmæli með gleraugnaþema. Við Arna vorum þær einu sem hlýddum:Ása dró mig úr náttfötunum og í bæinn um miðja nótt, kvöldið lifir í minningunni sem verst heppnaða djamm sögunnar. Þau voru samt sniðug. Hér er Ása hress, og hægri nösin á Fjalari líka:
Ég bjó til þessa fínu Hello Kitty köku fyrir afmælið hennar Ástu Sóleyjar. Því miður gerðu ofur-stóru augun það að verkum að hún leit út fyrir að vera útspíttuð:Athyglisvert nokk gerði afmælisbarnið það eiginlega líka:

mánudagur, október 01, 2007

RIFF

Kvikmyndahátíð er algjörlega frábært fyrirbæri. Við hátíðarpassinn minn erum nú þegar búin að sjá þrjár myndir (fyrir utan Jaws, sem ég sá í Laugardalslauginni, þar sem ég flaut í fósturstellingunni á handakútum. Er hetja) og þær voru hver annarri betri.
Fyrst sá ég "Stelpur rokka!" sem var algjörlega frábær, kann ekki nógu mörg lýsingarorð til að segja ykkur hvað hún er góð, þið verðið bara að kíkja á hana sjálf. Fyndin og truflandi og skemmtileg og inspiring og mikilvæg. Stelpur eru rokkarar.
Næst sá ég "Járnbrautarstjörnur", sem er allt öðruvísi en stelpurokkið, en alls ekki síðri. Mynd sem mér fannst gerð af ótrúlega fallegri umhyggju, um fólk sem er annars ekki sýnd nein virðing í lífinu. Góð góð góð.
Rétt áðan var ég svo að horfa á "Umskipti", sem var svo hreinskilin og jarðbundin að mér hálfbrá, en þess betri fyrir vikið. Algjört menningarsjokk, en á góðan hátt.
Næstu daga er ég svo meðal annars að fara á "Ljón innanhúss", "Listin að gráta í kór", "Himinbrún", "Þið, lifendur", "Hjálpaðu mér Eros", "Tryllt ást", "4 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar" og "Dökkblárnæstumsvartur". Ef einhver vill fara með á einhverja af þessum myndum, eða einhverja aðra mynd á hátíðinni, verið í bandi.

sunnudagur, september 30, 2007

Án titils

Ég er búin að gera ýmislegt sniðugt síðustu vikur og taka myndir því til sönnunar, en ég finn ekki snúruna til að koma myndunum yfir í tölvuna. Bömmer. Kemur að því samt, og þá set ég inn fullt af samhengislausum myndum sem hafa safnast upp.
Þessa dagana má finna mig í hinum ýmsu kvikmyndahúsum borgarinnar þar sem ég er að njóta kvikmyndahátíðarinnar. Leitið mig uppi.

þriðjudagur, september 25, 2007

Unnur Simpson

Ég sem Simpson:

þriðjudagur, september 18, 2007

Andlaus helgarskýrsla

Mér fannst kynvillingurinn í Spaugstofu vikunnar ó svo sjúklega fyndinn. Klárlega erfiður sjúkdómur við að eiga.
Helgin var góð. Ég, Magga og Rakel drógum Sófus 2 upp á Esju á föstudaginn og lögðum hann svo í bleyti í Laugardalnum. Á laugardaginn flutti Sófus út og ég skellti mér í bústað með Rakel og tveimur fjórfættum vinkonum, við elduðum góðan mat (við Rakel það er, hundarnir voru gagnslausir í þeirri deild), mozzarella og tómatforrétt og svo humar í aðalrétt, og skottuðumst á náttfötunum. Ofsa gott. Á sunnudaginn tókum við létt labb, lærðum svolítið, skelltum okkur í sund á Laugavatni og dáðumst að því hvað landið okkar er kjánalega fallegt í góðu veðri. Svo var haldið Lettlands-vídjókvöld og ég afrekaði það loksins að sjá Reservoir Dogs. (Engin vonbrigði þar, þó eyrað hafi svolítið tekið mig á taugum.)
Allt í allt mjög góð helgi, og ég er ekki frá því að ég hafi skilið kvefið mitt eftir á Esjunni. Svo ef þið eigið leið þar framhjá og rekist á umkomulaust kvef sem vantar far, ekki láta blekkjast. Það er agalegt.

fimmtudagur, september 13, 2007

Tímabundið kommúnuástand

Þá er fyrri sófasörfarinn kominn og farinn, og dvöl þess seinni hálfnuð. Það er mjög patent að hafa svona lið á sófanum, þeir elda og þrífa, og hlæja á sömu stöðum og ég yfir sjónvarpinu. Hentar mér vel þar sem ég er einbúi en má hvorki fá mér kött né hund eins og er. Verst með mataræðið þeirra, í gær var ég látin elda hrossabjúgu með kartöflumús og jafningi því Sófus 2 sá þau í Bónus og varð alveg heillaður af hugmyndinni. Hann situr og nagar eitt kalt í sófanum yfir Dr. Phil í þessum töluðu. Þessi elska. Áðan var hann að dunda sér við að klippa út "Muu"-ið af mjólkurfernunni minni, því honum fannst það sniðugt og ætlar að taka það með sér. Fólk er skemmtilegt.

fimmtudagur, september 06, 2007

Skúlensí bitte

Í gær spilaði ég frisbí. Í dag var ég í snúsnú og spilaði snákaspil. Þetta fæ ég borgað fyrir. Og ekki einu sinni illa. Jei!
Fyrsti tíminn í HÍ í fyrramálið, og mikið hlakka ég til að fara á fyrirlestur á íslensku. Helgin stefnir svo í að verða hin ágætasta, vinahittingar, afmæli, brönsj og allskonar skemmtilegheit, og svo ætla ég í bláa lónið á sunnudaginn með fyrsta sófasörfarann minn. Allir velkomnir með, þess fleiri því betra, það er nauðsynlegt að túristast örlítið öðru hvoru. Og maka sig allan í drullu. Verið í bandi.

þriðjudagur, september 04, 2007

Komin heim!

Þá er ég flutt að Garðastræti 4 og gæti ekki verið hamingjusamari. (Ætla samt að reyna.) Ísland er ennþá betra en mig minnti.
Internettengingin mín er líka flutt að Garðastræti 4 en hefur greinilega villst innanhúss, og ég er að bíða eftir ofur-uppteknu símamönnunum sem ætla að mæta með leitarhunda í húsið, finna tenginguna og vísa henni vinsamlega upp á þriðju hæð til vinstri.
Ég er byrjuð að vinna í Landakotsskóla með háskólanum og líkar vel, enda gerir staðsetningin það að verkum að ég þarf næstum aldrei að yfirgefa 101 nema til að fara í ræktina. Hið besta mál þar sem ég er svo ryðgaður bílstjóri eftir Frakklandsdvölina að þess minni tíma sem ég ver bak við stýrið þess betra fyrir þjóðfélagið allt. (Ekkert að þakka.)
Annars hvet ég vini og vandamenn til að kíkja í heimsókn, það er nefnilega svo fallegt heima hjá mér að ég get ekki lýst því á blogginu, verðið bara að sjá það með eigin augum. Þeir sem heimta kaffi verða samt að vara mig við áður en þeir mæta, því ég er ennþá að reyna að ákveða hvernig kaffikönnu ég vil. Valkvíði.
Ég er með gamla góða gemsanúmerið en nýi heimasíminn (sem er villtur með internettengingunni einhversstaðar á göngum hússins eins og er en verður vonandi þefaður uppi á næstu dögum) verður 565-1132. Skrifa það niður.

sunnudagur, ágúst 19, 2007

Norræn samhjálp

Í dag komst ég að því að ef maður fær tannkrem í augað þá finnur maður bragðið af því eftir smástund. Hið merkilegasta mál. Mæli samt ekki með því að fólk prófi, komast líka að því í dag að það er mjög óþægilegt að fá tannkrem í augað. Allavega tannkremið með tópas-bragðinu.
Ég er hálfgerður lasinpési þessa dagana, klikkaði einhvern veginn allt á sama tíma, en er öll að skríða saman held ég. Og farin að geta gengið aftur, sem er vel. Annar fóturinn á mér ákvað um daginn að hætta að virka, af engri sýnilegri ástæðu, en við áttum alvarlegt samtal í gærkvöldi ("annaðhvort ferð þú að virka aftur eða ég læt taka þig af") og ég er ekki frá því að ég sé skárri í dag.
Þessi síðasta helgi mín í Strass er búin að vera ótrúlega skemmtileg, ég lenti nefnilega á fimmtudaginn í partíi með finnsku íshokkíliði og hef ekki skilið það við mig síðan. Þeir eru náttúrulega nett-bil allir eftir öll þessi höfuðhögg, en ferlega skemmtilegir engu að síður, þetta er svolítið eins og að vera í hóp af stórum bræðrum. Mjög indælt. Sem innvígsluathöfn var ég að vísu látin þefa innanúr hokkíhanska, en þar sem ég er með þetta fína franska kvef þá gat ég þefað af miklum tilþrifum við gífurlegan fögnuð viðstaddra, án þess að finna einu sinni snefil af lykt. Mjög patent. Ég komst líka að því að þegar maður er veikur og vantar mömmu sína til að hjúkra sér, þá er finnskt íshokkílið algjörlega næstbesti kosturinn í stöðunni, pakka manni inní fullt af flísteppum, færa manni te með hunangi og klappa manni á kollinn. Hvern hefði grunað?

fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Ása og Dabbi í Strass

Ég er algjörlega að koma upp um krónísku bloggletina mína með því að birta endalausar myndir alltaf. En hér koma myndir frá því Ása fyrst og svo Dabbi voru í heimsókn. Ég er alltaf að bíða eftir að Ása sendi mér myndirnar sem hún tók hérna því mig grunar að þær séu fleiri og betri en mínar en það strandar greinilega á einhverju (mögulega því að ég hef ekki beðið hana um þær ennþá né sent henni myndirnar sem ég tók. Bara gisk) svo þessar verða bara að duga.

Ása tók með sér þessa fínu túristaviftu og skildi hana ekki við sig alla ferðina:Við erum mjög gáfulegar saman:En eigum samt alveg okkar móment líka:
Við vorum samt smástund að fullkomna tæknina sem þurfti til að taka myndir af okkur saman án aðstoðar þriðja aðila, þetta er td mynd af okkur Ásu: Svo stakk Ása af til strákanna sinna á Íslandi og Dabbi tók við gestahlutverkinu í viku eða svo. Hann er mjög afslappaður gestur með gluggablæti:Hann var líka heillaður af skipastigum:Og af bjór:Við Dabbi eigum það einmitt sameiginlegt að myndast alveg sérstaklega vel:
Slökun var stunduð mjög markvisst og með góðum árangri:
Sumarið hefði ekki verið samt án gestanna minna fínu, var endalaust hlegið og blaðrað og borðað og drukkið og blaðrað meira, ótrúlega ljúft alveg. Takk fyrir komuna!!

miðvikudagur, ágúst 15, 2007

10, 9, 8, 7...

Þá eru bara 10 dagar eftir af Frakklandsvistinni í þetta sinn. Ég get ekki beðið eftir að komast heim, hitta fjölskyldu og vini og fara að dunda við nýju íbúðina. Og byrja að æfa aftur, og hætta á einhæfa ostaograuðvíns-prógramminu... En á sama tíma þá á ég eftir að sakna Strass alveg ferlega, sem er reyndar frábært á sinn hátt því það sýnir mér bara hvað ég er búin að njóta þess að vera hérna síðasta árið. Það eina sem mig langar að gera þessa síðustu 10 daga er að sitja í glugganum mínum fína og horfa á borgina yfir ána og hlusta á túristana iða á bryggjunni. Ég vildi að ég gæti tekið gluggann með mér.

mánudagur, ágúst 06, 2007

Fyrst spænska lögreglan og nú sú franska...

19 dagar í heimkomu og allt að gerast, er allt í einu að kynnast fullt af skemmtilegu fólki hérna og svona, enda dæmigert þegar maður er alveg að fara að yfirgefa svæðið... Lenti bæði á fimmtudags- og laugardagskvöldið í óvæntum partýum með yndislegu fólki sem ég þekkti ekki neitt en fannst ég umkomulaus ein á kaffihúsum og dró mig með sér. Á fimmtudagskvöldið var teitið reyndar leyst upp af óeirðalögreglunni svo sennilega voru impromptu trompettónleikar húsráðanda illa til fundnir, svona í miðju íbúðahverfi, en það þýddi ekkert að segja honum það og því fór sem fór. Ofsa gaman samt, og ég fékk tækifæri til að láta heilt partý skála með mér fyrir því að ég hef ásamt yndislegu fjölskyldunni minni fest kaup á íbúð á Garðastrætinu! Jei! Er ofsa spennt og hlakka ferlega til að koma heim og fara að dúlla mér við að flytja og svona!
Síðasti gesturinn á sumarplaninu er væntanlegur í kvöld, en Dabbi Dani ætlar að kíkja yfir til mín og taka dönsku rigninguna með sér. Mér finnst það gott plan því eins og er er ég að grillast í 30 stiga hita og sól, og get ekki hugsað heila hugsun.
Annars er hérna uppáhaldsmyndin mín úr heimsókninni hennar Áslu minnar um daginn. Við fórum í lautarferð við ána með rauðvín, osta, jarðarber og súkkulaði, og það var ótrúlega ljúft:

laugardagur, júlí 28, 2007

Vill einhver kaupa tima minn?

Asa min komin og farin, thad var ofsalega gaman ad hafa hana herna, og ferlega tomlegt nuna thegar hun er farin! Eg er a netkaffi svo eg er myndalaus, enda nog komid af myndum herna i bili... Hendi kannski nokkrum inn vid taekifaeri, thegar folk er buid ad jafna sig adeins a sidustu faerslum.
Nu er eg ad reyna ad halda afram med ritgerdaskrifin, og er svona smatt og smatt ad komast i girinn med thad, enda ekki seinna vaenna! Svo er eg bara farin ad plotta thad og plana hvernig eg aetla ad koma ollu draslinu minu heim, en aaetladur heimkomudagur er 25. agust, eftir TAEPAN manud. Get ekki bedid!
Eg verd ad ollum likindum ekki i fullu nami naesta vetur thvi eg a ekki svo margar einingar eftir i BA. Thad thydir ad eg er farin ad leita mer ad vinnu fra og med september, og er opin fyrir ollu svo ef thid vitid um eitthvad tha megid thid endilega senda mer post a ullarpeysa@gmail.com, yrdi voda glod. Eg er faranlega finn starskraftur. Og hogvaer.

þriðjudagur, júlí 24, 2007

Stolnar Lettlandsmyndir

Bjálkakofinn sem við bjuggum í:

Tískan í Lettlandi er mjög spes:

Íslensk-norska tískubylgjan:

Maggi og Yngvi fundu sinn innri karlmann:

Yngvi var samt fljótur að týna sínum aftur...:

Var kveiktur varðeldur með gítarspili og allesammen (komumst að því að við gátum ekkert sungið öll saman nema Britney Spears...):


Það gekk ekki áfallalaust að tjalda sænsku hertjöldunum:
en það tókst nú samt á endanum:

Það voru snákar á tjaldsvæðinu, sem gerði þá staðreynd að það var enginn botn í tjöldunum ennþá skemmtilegri:Ég var mitt venjulega útilegu-sjálf, mjög fersk:

Rakel aftur á móti varð gífurlega vinaleg:

Útilegugleði á ströndinni (tekið á síðustu mínútum þess að ég er með 10 táneglur):

Fína fína ströndin:

Rakel kom á óvart sem náttúrutalent í kossaleiknum. Ég ætla að nota sömu aðferð á næsta djammi. Tækla þá bara!:

Ég var kölluð "íkorninn":

því ég þótti lík þessum hér:
en það voru samt fleiri en ég sem sýndu íkornalega tilburði:
Við brölluðum ýmislegt okkur til skemmtunar í bjálkakofanum:


En eitthvað var nú unnið líka:
Svo var haldið kveðjupartí í Riga síðasta kvöldið, sem stóð alla nóttina því eina svefnplássið í boði var trégólf á skrifstofu í borginni:

Það tók Yngva smástund að ná stigakonseptinu:
Oystein segist sjálfur vera eins og drukkinn api á þessarri mynd. Það er nokkuð til í því:
Hundmundi var sýnd mikil ást:


Við fórum út að borða sushi í Riga:
Rakel varð undarlega sakleysisleg með prjónana en Yngvi missti stjórn á sér og var látinn borða með höndunum:

Maggi var að borða sushi í fyrsta sinn og það hafði undarleg áhrif á hann:

Ég var líka að borða sushi í fyrsta sinn, dulleg:Bjálkakofamaturinn var mjög misjafn. Hér eru borðaðar pulsur með skeið:
Myndin er sviðsett. Súpan var óbjóður:
Það var mjög girnileg náttúruleg laug fyrir utan bjálkakofann. Maggi kunni ekki að leika fallega:

"Með hverju eigum við að skreyta í brúðkaupinu okkar?"
"Oh, ég veit það ekki, blómum..?"
"Nei, oj, þú ert svo lummó skan. Hvað segirðu um álpappír?"
"Já, auðvitað, álpappír!! Hver fílar ekki álpappír?"

Fólk var mjög mishresst síðasta daginn á flugvellinum: