fimmtudagur, október 25, 2007

Misc.

Best að blogga til að draga athyglina frá því hvað ég er svöng (er fangi í eigin svefnherbergi því Sófus 4, venesúelskur doktorsnemi í heimspeki, er sofandi í stofunni og ég vil ekki trufla hann með morgunverðarbrölti).
Hélt afmælisteiti um síðustu helgi sem tókst mjög vel, var reyndar fámennt en góðmennt útaf Airwaves en það telst frekar kostur en galli þegar íbúðin er lítil og staðsett í fjölbýlishúsi. Hefði ekki getað verið ánægðari með kvöldið, en þar sem ég hef ekki ennþá komið því í verk að sækja myndavélarhleðslutækið mitt í Mosó þá gat ég engar myndir tekið af gleðinni. Verðið bara að trúa mér. Var gleði. Takk fyrir komuna og fyrir mig elsku fólk!
Annars geri ég lítið annað þessa dagana en að læra, fullt að gera í öllum kúrsum og svo á ég víst að vera að skrifa BA-ritgerð. Nóg að gera, og er að verða gróin við skrifborðstólinn minn. Um helgina krefst einn kúrsanna minna þess að ég húki á Kjalarnesi í roki og væntanlega rigningu í einn sólarhring og láti beita mig ýmiss konar andlegu ofbeldi. Ég væri ekkert nema fylgjandi því, ef ekki væri fyrir félagsskapinn sem við verðum í. Kúrs úr stjórnmálafræði HÍ + 10. bekkur Fellaskóla + einhver félagsmiðstöð úr Kópavogi. Er hrædd við unglinga. Ætla að mæta í felulitum, liggja grafkyrr útí móa og vona að enginn finni mig fyrr en 24 stundirnar eru liðnar. Annað sem ég hef áhyggjur af er svefnpokasofelsið, en það er náttúrulögmál að ég frýs í svefnpokum, meira að segja innandyra. Svo nú þarf ég að vita, hversu illa séð væri það af samfélaginu að skríða ofaní svefnpokann hjá einhverjum unglinganna? Þið vitið, til að nýta líkamshitann? (Ekki víst að það dygði reyndar, svaf með hund í svefnpokanum á landsmóti hestamanna í fyrra og fraus samt (hundurinn hafði það kósý og svaf vært) en unglingar eru eitthvað stærri en hundar svo þetta ætti allavega séns á að virka...).

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ja hún Iða mín hafði það voða kósí þarna hjá þér en þú fraust samt - skil þig ekki mér var mjög heit :)

Nafnlaus sagði...

sko mín megin í tjaldinu en ekki í svefnpokanum hjá þér ekki að það hefði ekki verið voða kósí :) .....