miðvikudagur, september 21, 2005

These foolish games...

Elínborg vogaði sér að klukka mig svo hér koma fimm gagnslausar staðreyndir um mig. Ekki að margar staðreyndir um mig séu sérstaklega gagnlegar yfir höfuð...
1. Á sumrin fæ ég þrjár freknur, allar á nefið. Ekki fleiri, ekki færri. Þrjár. Alltaf. Og mér þykir vænt um þær.
2. Mér finnst að allt sem er gert úr kjötfarsi eigi að vera ólöglegt, ásamt kjötfarsinu sjálfu og áhöldum til framleiðslu þess. Þeir sem opinberlega játa neyslu þess ættu að skammast sín og leita sér hjálpar hjá 12 spora prógrammi í sínu hverfi.
3. Ég hef ekki ennþá séð kvikmyndina Braveheart. So sue me.
4. Þegar ég er alein í sundlaug þá syndi ég eins hratt og ég get í djúpa helmingnum því ég er svo hrædd um að það komi hákarl og borði mig. Ekki í grunnu samt. Bara djúpu.
5. Mér finnst yndislegt að lesa í baði, og þar fer stærstur hluti míns próflesturs fram, en er haldin fordómum gagnvart þeim sem lesa á klósettinu. Það er bara eitthvað rangt við það krakkar.
Jahá. Ég segi klukk Bylgja, Dabbi, Ásla, Ásdís og Íris Björk. Ef þetta eiga að vera fimm manns... Geri allavega eins og Ella bara, veit ekkert hvernig reglurnar eru... Krassandi alveg hreint.

mánudagur, september 19, 2005

Lyktin, stemmningin, hljóðin...

...it´s all coming back to me. Fór í leikhús í gær og sakna þess að vera að dútla við að leika og prakkarast. En það eru bara ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringnum. Ætla í staðinn bara að vera dugleg að fara og sjá það sem aðrir eru að dunda sér við í vetur. Amma og afi buðu á Edith Piaf, og það var yndislegt! Finn ekkert nógu fínt til að lýsa Brynhildi Guðjóndsdóttur aðalleikkonu, þið verðið bara að sjá hana sjálf. Þessi rödd... Og allt hitt flott líka, er sérstaklega hrifin af leikmyndinni, hún er rosalega einföld en virkar 150% í öllum atriðunum, sem mér finnst magnað. Svolítið táknræn, svona eins og búr, og bara rosalega vel hugsuð. Klappklappklapp, mikið er ég fegin að ég sá þetta.
Og ég er búin að týna símanum mínum og fá nýjan, en á engin símanúmer lengur og þar með hvorki vini né vandamenn. Ef þið nenntuð að senda mér sms með símanúmerunum ykkar yrði ég ofsa kát, sama hversu mikið eða lítið ég þekki ykkur, ef við tölum saman at all vil ég endilega fá númerið aftur. Annars er þetta líka gott tækifæri til að klippa mig út úr lífi ykkar fyrir fullt og allt og hverfa út í tómið. Mæli samt ekki með því, ég er fín stelpa.

fimmtudagur, september 15, 2005

41 ár

Á laugardaginn ætlum við að halda uppá það að Björk og Bylgja verða samtals 41 árs. Af því tilefni erum við (les. Bylgja og Lára) búnar að plögga allskonar frítt pláss og áfengi á skemmtistöðum bæjarins enda erum við skvísur og hver staður bættari af því að hafa okkur, sérstaklega svona lausar á því og í glasi. Upphitun verður heima hjá Björk í nýja húsinu hennar sem ku vera algjör draumur í dós, og gaman að fá að sjá það, líka of langt síðan við prökkuruðumst allar saman síðast, held svei mér þá að það hafi líka verið hjá Björk, þegar hún útskrifaðist úr snyrtifræðinni. Sem er lygi, var haldið svakalegt Sálarball í sumar en ég stakk af og ætla að láta eins og það hafi aldrei gerst. En semsagt, stelpan að fara að tjútta aðra helgina í röð og búin að lofa sér næstu líka, held ég sé komin í ruglið bara. Naumast hvað maður er villtur, ætli ég sé alkóhólisti? Ekki fyndið? Ok...

Hádegisfundur vagínanna

Fór á æðislega kvenlægan hádegisfund áðan, þennan hér semsagt, þar sem Lára Marteinsdóttir ætlaði að fjalla um kvikmyndir og kyngervi, og hátt hlutfall fæddra drengja í kvikmyndum. Ætlaði segi ég því hún gerði það ekki. Hún sýndi okkur bara nokkur atriði úr uppáhaldsmyndunum sínum og muldraði eitthvað á meðan sem heyrðist ekki því myndirnar voru svo hátt stilltar. Fann aldrei tenginguna við efnið sem hún ætlaði að fara yfir, sem hljómaði annars fannst mér mjög spennandi, dáldið svindl að lofa hádegisfundi um eitthvað en undirbúa hann svo að því er virtist ekki neitt að öðru leyti en að smella sér út á vídjóleigu á leiðinni á fundinn og grípa nokkrar karlrembumyndir. Verð líka að segja að mér fannst vanta umfjöllun um Two Lesbians and a Plumber, það hefði örugglega verið ný vídd á annars mjööög óáhugaverðum fundi.
Bloggið mitt er að breytast í mína eigin persónulegu Þjóðarsál, þar sem ég nöldra yfir því hvað ég sé tussuleg og að aðrir standist ekki væntingar. Gjössovel.

miðvikudagur, september 14, 2005

Kona dagsins...

...er ég. Af því þetta er mitt blogg og ég ræð. Líka af því ég sló persónulegt met í bæði myglu OG leti, sem er afrek. Minni sjálfa mig soldið á úfna dúddann í Notting Hill í dag, nema minna fyndin og með meiri brjóst. Svo er ég búin að sitja á Hlöðunni í allan dag og komast að því að ef maður virkilega virkilega ætlar sér ekki að læra er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt annað hérna. Eins og að blogga (allt er hey í harðindum). Gera lista yfir stellingar sem láta mann ekki fá náladofa í tærnar(stuttur listi. Ein. Sitja eins og manneskja, sem ég einmitt get ekki, er með náladofa í tánum es ví spík. Góð saga). Búa til stöðurafmagn með því að nudda sokkunum ofsa hratt eftir gólfteppinu og gefa sofandi fólkinu smá straum. Útskýra af hverju maður er að nudda sokkunum ofsa hratt eftir gólfteppinu og gefa nývaknaða og pínu pirraða fólkinu smá straum. Pavtí pavtí.

þriðjudagur, september 13, 2005

Foj

Ég er skrímsli. Með hor. Klíni því samt ekki á veggi eins og subburnar sem Mangó þarf að díla við á Spáni. En ég er samt með bólgin augu, rautt nef og óþrjótandi uppspretta pirrandi óhljóða. Og til að toppa það hvað maður er eitthvað off þegar maður er svona stíflaður og ringlaður þá var ég rétt áðan að slasa mig á abt mjólkinni minni. Mig langaði að fara að skæla og fá að fara heim að borða frostpinna undir sæng.

föstudagur, september 09, 2005

Allt að gerast

Brjálað, brjálað, brjálað. Búin að glósa meira á viku en ég gerði allar síðustu tvær annir samanlagðar, námskeið að byrja í vinnunni og allt í geðveikinni þar, bíllinn bilaður, byrjaði með nýju tímana mína í Veggsporti og þar er fámennt en góðmennt eins og er og svo tók ameríski aðdáandinn sinn tíma. Ætti að vera á prósentum hjá Flugleiðum. Í öllu þessu rugli núna er reyndar mjög freistandi að hoppa bara til Los Angeles og gerast svona "trophy wife", láta bara klóra sér á hausnum og dást að sér allan daginn, en einhvern veginn grunar mig að það gæti orðið ööörlítið leiðigjarnt til lengdar.
En allavega, það er eitthvað við lagið Fix you með Coldplay sem gerir mig alveg æðislega dramatíska, fæ sömu tilfinningu og Bridget Jones lítur út fyrir að hafa í byrjun á skárri myndinni meðan hún hlustar á All by myself. Þetta veit ég bara af því að ég er á bílnum hennar mömmu eins og er sem er búinn sárt saknaðrar rásar tvö. Er í viku búin að hafa alveg sæmilega hugmynd um hvað er að gerast í heiminum bara. Var semsagt fellibylur í BNA, fyrir þau ykkar sem eiga ekki heldur bíl með útvarpi. Já, og kosningar yfirvofandi í Þýskalandi, Angela er að vinna, þó engum virðist líka við hana. Fæ bílinn minn aftur eftir nokkra daga og þá verður það fáfræðisalsæla (ignorance is bliss) á ný.

föstudagur, september 02, 2005

Nett geðvonska...

Fór í fýlu útí bloggið mitt og refsaði því með því að færa það í skuggalegan afkima internetsins (þeir eru alveg nokkrir) en svo rann mér reiðin fljótlega og hér er það, komið aftur heim.
Ég veit að allir eru núna æðislega reiðir útí mávana í borginni, fyrir að vera of duglegir að búa til egg og unga og koma þeim á legg og svona. Stefnir í að þeir verði skotnir í þúsundatali og hent í ruslið, sem er ferlega rómó tilhugsun finnst mér. Ekki að þeir séu fugla saklausastir. Þeim finnst gott partí að borða hina fuglana og svona, sem ég er ekki fylgjandi heldur svo ég neita staðfastlega að taka afstöðu með eða á móti mávum takk. Hinsvegar langaði mig að deila með ykkur lítilli sögu. Og takið nú eftir. Ég sá nefnilega ferlega smart máv á miðvikudaginn þegar ég var að bíða á bílastæðinu við Smáralind eftir að mamma mín kæmi að sækja mig í mánaðarlegar pyntingar (les. vax). Þar var mávur, æðislega venjulegur í útliti, pínu úfinn og illa tilhafður og svona, alveg niðursokkinn í að gera eitthvað sem virkaði spennandi. Ég vildi ekki missa af fjörinu og fór að fylgjast með hvað væri svona gaman. Þá var fuglsanginn í miðju kafi að reyna að ná brauðbita úr stórum, glærum plastpoka, og hann var greinilega enginn viðvaningur, þetta var fagmávur hinn mesti. Bíta, lyfta, hrista, bíta, lyfta, hrista... Og alltaf í rétta átt, það var ekkert tilviljanakennt við þetta starf hans, hann vissi hvar brauðið var, hvar gatið á pokanum var og var greinilega búinn að heyra að það er ekki mælt með að stinga höfðinu mikið ofaní plastpoka. Hann var sniðugur. Og fékk brauðið sitt að lokum, eftir gífurlega skipulagningu og lýtalausa framkvæmd. Minnti mig á þann ágæta máv Jónatan Livingston Máv, en svona myndi ég einmitt ímynda mér að hann næði sér í næringu milli strangra listflugsæfinga. Góð, góð bók. En semsagt, mávar eru pínu sniðugir líka. Sko.
Já, og tilkynning frá Neytendahorni Unnsu: Ooofsalega góð græn epli í Nóatúni við Nóatún. Nammi, namm. Tími varla að borða mín, þau eru svo falleg.