...it´s all coming back to me. Fór í leikhús í gær og sakna þess að vera að dútla við að leika og prakkarast. En það eru bara ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringnum. Ætla í staðinn bara að vera dugleg að fara og sjá það sem aðrir eru að dunda sér við í vetur. Amma og afi buðu á Edith Piaf, og það var yndislegt! Finn ekkert nógu fínt til að lýsa Brynhildi Guðjóndsdóttur aðalleikkonu, þið verðið bara að sjá hana sjálf. Þessi rödd... Og allt hitt flott líka, er sérstaklega hrifin af leikmyndinni, hún er rosalega einföld en virkar 150% í öllum atriðunum, sem mér finnst magnað. Svolítið táknræn, svona eins og búr, og bara rosalega vel hugsuð. Klappklappklapp, mikið er ég fegin að ég sá þetta.
Og ég er búin að týna símanum mínum og fá nýjan, en á engin símanúmer lengur og þar með hvorki vini né vandamenn. Ef þið nenntuð að senda mér sms með símanúmerunum ykkar yrði ég ofsa kát, sama hversu mikið eða lítið ég þekki ykkur, ef við tölum saman at all vil ég endilega fá númerið aftur. Annars er þetta líka gott tækifæri til að klippa mig út úr lífi ykkar fyrir fullt og allt og hverfa út í tómið. Mæli samt ekki með því, ég er fín stelpa.
mánudagur, september 19, 2005
Lyktin, stemmningin, hljóðin...
Birt af Unnur kl. 11:06
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli