Eg er stodd a hoteli a Frankfurt Hahn flugvelli, og planid er ad fljuga til Barcelona i fyrramalid. Get ekki bedid eftir ad hitta lidid thar, Ornu og co! Einar skolabrodir minn kom vid hja mer i tvo daga, for i morgun aftur, en vid lentum ovart a solstoduhatid i Strass i gaer og skemmtum okkur konunglega a endalausum (misgodum) tonleikum og skemmtilegheitum allsstadar. Hann kenndi mer svo ad drekka vodka, enda ekki buinn ad dvelja veturlangt i Moskvu fyrir ekki neitt. Svo nu kann eg thad. Mjog fint.
Allavega, astaeda thess ad eg lagdi i ad blogga a thetta leidinlega lyklabord er su ad a hlaupum ut til ad na lestinni minni adan sa eg ad einhver hafdi rifid nidur midann med nafninu minu a postkassanum, en eg hafdi ekki tima til ad fondra nyjan, i nettri timathrong. Svo nuna fae eg sennilega engan post, nema thid baetid "Shepherd" aftan vid nafnid mitt thvi thad er nafnid sem er a postkassanum nuna. Ofsalega agalega pirrandi, og ef eg kemst ad thvi hvada brandarakall i husinu plokkadi nafnid mitt af kassanum skal eg sko sja til thess ad thad standi "Kermit froskur" a postkassa vidkomandi i allt sumar. Pirr.
föstudagur, júní 22, 2007
Flugvallarhotelsblogg
miðvikudagur, júní 20, 2007
Nytt heimilisfang
Fyrir tha sem nenna enntha ad skrifa mer (hae Ingunn!) tha er herna nyja heimilisfangid mitt:
3 impasse de la Grande Boucherie
67000 Strasbourg
France
(Gloggir lesendur taka eftir thvi ad eg er flutt af "Slatrarastraeti" yfir a "Storu-Slaturhussgotu". Dvolin min herna er ad verda ansi blodug. Svona malfraedilega sed.)
þriðjudagur, júní 19, 2007
Bloggað á almannafæri
Nú stefnir í grófa bloggleti, þar sem ég er flutt í yndislega staðsettu nýju íbúðina mína og er netlaus þar (er hinsvegar með fínan glugga sem vísar út að ánni og ég get setið í og lesið. Hef fundið hamingjuna). Er að vísu búin að finna þetta fína 60's kaffihús með þráðlausu neti, en þar sem ég sting af til Barcelona á föstudaginn (vííí) og hef ferlega mikið að gera áður en ég fer, og verð auk þess með gest þangað til ég fer og Magga frænka og fjölskylda eru í bænum, þá sé ég ekki fram á að blogga mikið...
Ég held ég sé annars búin að vera að gefa frá mér einhverja despó strauma eftir að næstum allir sem ég þekki hérna fóru heim, allavega þá er bláókunnugt fólk endalaust að bjóða mér í mat og drykk allt í einu. Er greinilega mjög umkomulaus á svipinn... Það skondna við það alltsaman er að allir þessir nýfundnu góðgerðamenn mínir (nema einn) eru, jább, lögfræðingar. Ég er búin að vera að spegulera (oh, sakna Harrí og Heimis) í því hver ástæðan fyrir þessarri ást lögfræðinga á mér geti eiginlega verið, og komist að því að möguleikarnir séu eftirfarandi:
- Löfræðingar eru óvenju ófeimnir.
- Lögfræðingar eru óvenju drykkfelldir.
- Allir í Strasbourg (nema einn) eru lögfræðingar.
- Það sama og dregur fólk að lögfræði dregur fólk að mér. Lögfræði er oft lýst sem "þurri og ástríðulausri". Frábært.
- Lögfræðingafélagið í Strass er að skemmta sér á minn kostnað (hef viðrað þessa kenningu hérna áður og finnst hún ennþá líklegust).
Hér koma svo nokkrar fleiri fínar myndir úr stelpuferðinni góðu:
Reykingar voru bara leyfðar útum gluggann minn, svo þetta blasti við mér reglulega. Er ennþá að jafna mig:
Skruppum til Þýskalands (tvisvar, því við hittum fyrri daginn akkúrat á einhvern sér-þýskan helgidag og allt var lokað!) því ég mátti kaupa mér Ecco skó frá Svölu ömmu (hef ekki farið úr þeim síðan, hver sá sem hannar þessa skó er góð góð manneskja), mamma vildi Vínarsnitsel og Ella vildi kaupa Playmo. Allir fengu það sem þeir vildu, hér er Ella með fenginn:
Hefur einhver séð fínni gesti? Trúi því þegar ég sé það!
Við mamma að glíma við snigla:
Mamma 1, snigill 0
Lentum í svakalegri dembu á leiðinni til Sviss síðasta daginn, og upp gaus þessi fína blauthundalykt sem ég náði ekki á mynd, en hér er allavega smá hugmynd um stemmarann:
Veit að Ella myndi aldrei tala við mig aftur ef ég birti hennar rigningarmynd (sem er miklu skemmtilegri en mín), en þetta er ég í hlutverki drukknaðrar rottu:
Síðasta mæðgnamynd ferðarinnar, rennblautar á flugvellinum í Basel:
Svona líta 23ja ára stúlkur út rétt áður en þær fara að skæla af því mamma þeirra er að fara (ég er töffari, ég veit):
miðvikudagur, júní 13, 2007
Heimsóknin fína - myndir
Ég stend á haus í flutningum, þarf að ferja allar mínar veraldlegu eigur yfir ána og í nýju íbúðina mína sem er í ca. 200 metra fjarlægð frá þeirri sem ég er í núna. Mjög þægilegir flutningar, en samt ekkert grín í 30 stiga hita. Svo núna tek ég verðskuldaða vatns- og bloggpásu.
Mamma og Ella frænka heimsóttu mig í viku um daginn, og það var fáránlega skemmtilegt hjá okkur. Myndirnar verður að birta í nokkrum hlutum, þær eru endalausar, en hér kemur allavega smá sýnishorn af því hvað við erum sætar og skemmtilegar konur:
Við styrktum kaffihús borgarinnar rausnarlega í sólinni, og gestirnir mínir vöktu mikla gleði meðal karlkyns vegfarenda. Ég þorði varla orðið að sleppa þeim einum út, sakleysingjunum...
Mamma fær verðlaun fyrir að vera sérstaklega dönnuð í ferðinni (lítur út eins og fylleríismynd, en konan er bláedrú, lofa)
Ella hrundi aðeins í hvítvínið (mitt blogg, má birta hræðilegar myndir af öllum öðrum og bara fínar myndir af mér!)
Veðrið var eins og eftir pöntun (gerði leynilegan samning) svo við böðuðum okkur í sólinni milli dagskrárliða
Meiri mæðgnarómantík. Mússímússí...
Það kom svakalegt demba eitt kvöldið þegar við vorum úti að borða, og þjónninn okkar vildi ekki að fínu gestirnir mínir blotnuðu á leiðinni heim svo hann lét þær fá sitthvorn svarta ruslapokann. Ég hélt í fyrsta skipti á ævinni að ég myndi hreinlega kafna úr hlátri og deyja þegar þær voru komnar í þá, sérstaklega mamma, sem reif bara smá gat fyrir augun (reif reyndar tvö fyrir sitthvort augað, en það voru ca 30 cm á milli þeirra! Mjög forvitnileg túlkun á eigin andlitsdráttum...) og labbaði svo um allt eins og stór svört jólabjalla með dinglandi fætur. Þær vöktu mikla kátínu vegfarenda á leiðinni heim, en ég er ennþá með harðsperrur í maganum...
Nóg í bili, meira næst, verð að flytja meira draaasl!
þriðjudagur, júní 05, 2007
Blogg-lingur
Enginn tími til að blogga, mamma og Ella frænka eru í heimsókn og ég er með útistandandi skemmtidagskrá fyrir þær alla daga. Er að verða uppgefin á að urra eins og varðhundur á öll karlgerpin sem glápa á þær endalaust, ferlega sólbrunnin eftir daginn í Orangerie-garðinum, með harðsperrur í hláturvöðvunum, og svo úttroðin af mat að ég get varla gengið. Mjög svo ljúft líf að hafa þær hérna, og ég vil alls ekki þurfa að skila þeim aftur á laugardaginn. Enda rata þær ekki á flugvöllinn nema ég fylgi þeim í lestinni og rútunni yfir til Sviss, svo ég fer bara ekkert með þær og málið er leyst. Tek þær í gíslingu. Gott plan.
Annars:
-Próf búin, jeeeiii!
-Íbúð fundin, ennþá meira jeeeiii!
Smáatriði síðar, of þreytt. Farin að baða mig í aloe vera geli...