þriðjudagur, mars 18, 2008

Aldnir hafa orðið

Ég var að gera stórmerkilega uppgötvun rétt í þessu. "Aldnir hafa orðið" er sennilega ekki útlistun á því hverjir hafi náð háum aldri, heldur mögulega hafa aldnir einfaldlega orðið í smástund. Fá að tjá sig. Ég er í sjokki. Þvílíkur endemis langlífur misskilningur.

fimmtudagur, mars 06, 2008

Hálfuppraknaður vettlingur

Þetta blogg er nú að verða ferlega lélegt. Ó vell. Hér koma nokkrir punktar, rétt til að uppfylla tilkynningaskylduna:
- Ég er hætt í Landakotsskóla og farin að einbeita mér að því að klára skólann. Gat auðvitað ekki "bara" verið í skóla svo ég tók að mér aukavinnu í sokkabúð. Þar hefur einhvern veginn safnast á einn blett í Kringlunni allt indælasta fólkið í þjónustubransanum, svo ég uni glöð við mitt.
- Er loksins aksjúallí byrjuð að skrifa ritgerðina og hætt þessarri stjórnlausu heimildaöflun, í bili allavega. Vatnaskil.
- Gerðist ritari húsfélagsins og er þess miklu nær gröfinni fyrir vikið.
- Mun leggja land undir fót um páskana og halda til höfuðstaðar norðursins til að heimsækja karl föður minn og fylgjast með fitness-keppninni. Ég mun einnig gera mitt allra besta til að lenda ekki í að fara á skíði.
- Er að gera mitt besta til að fókusa bara á að klára skólann og leiða hjá mér þá staðreynd að ég veit ekkert hvað ég ætla að gera þegar honum lýkur, eftir *gasp* litla tvo mánuði. Verð búin í öllum prófum og allt 3. maí, svo gálgafresturinn styttist óðum. Sem betur fer bara í annan endann.

Bloggþolinmæðin er ekki meiri en sem þessu nemur í bili. Ég reyndi. Prik.