miðvikudagur, maí 25, 2005

Blaut tuska í andlit

Verð að segja að ég bjóst nú við fleiri áköfum sjálfboðaliðum eftir síðustu færslu, jafnvel smá cyber-slag. En ég græt bara í koddann, ekki á netinu, það er eitthvað svo ókúlt.
Nú er maður farinn að vinna á fullu bara, sóla sig í sundi og tapa sér í gleðinni. Er núna á leiðinni í bæinn að reyna að kaupa mér föt (ég veit, GASP!) sem hefur ekki gerst í áraraðir og ætti að gleðja hana móður mína. Þetta verður eitthvað speees...

fimmtudagur, maí 19, 2005

Lífið að loknum prófum

Ég lifði semsagt prófin af, sjálfri mér til undrunar, og nú er bara að bíða og sjá hvernig einkunnirnar koma út. Er búin að fá eina reyndar, sem kom skemmtilega á óvart og vona að allar hinar taki sér þessa til fyrirmyndar. Dugleg einkunn, vann fyrir kaupinu sínu. Svo var auðvitað fagnað vel og vandlega helgina eftir próflok, að vísu var ég ferlega léleg og sveik Daða um djamm á föstudagskvöldinu því ég var svo æææðislega sybbin, en var þeim mun minna sybbin á laugardagskvöldið og held ég hafi sjaldan dansað jafn mikið og ég gerði þá. Mæli ekki með því að missa sig svona algerlega tímunum saman á sveittu dansgólfi ef líka er verið að reyna að vera sætur, það fer samkvæmt minni reynslu alls ekki saman. Ekki á nokkurn hátt, varð snemma kvölds eins og reytt hæna og hélt því þema til streitu það sem eftir lifði nætur. En hærregud hvað var gaman! Dansidansidans. Og svo löbbuðum við Magga heim til hennar í yndislega sumarveðrinu, gerist ekki mikið betra krakkar mínir, ónei.
Svo er maður bara farinn að vinna, sit meira að segja í baðstofunni í þessum töluðu. Hélt ég yrði að vinna frekar lítið í júnímánuði og var farin að hafa nettar áhyggjur af þessu öllu saman, en það er að koma í ljós þessa dagana að vandamál sumarsins verður eitthvað allt annað en atvinnuleysi!
Og já. Er komin með leið á þessu rugli. Rétt upp hönd sem vill vera kærastinn minn í sumar. Someone? Anyone? Foj.

föstudagur, maí 13, 2005

Tú kúl for skúl

Prófin búin! Jei!
Ætla að reyna að leggja mig í tvo tíma eða svo áður en ég þarf svo að byrja að vinna. Það er engin miskunn hjá Magnúsi, maður er farinn að vinna sama dag og prófum lýkur, það er svona að vera gráðugur... Annars sé ég ferlega eftir því að hafa tekið að mér að kenna þennan tíma á eftir, er svooo sybbin og mygluð að mig langar mest að sofna bara núna og vakna ekki fyrr en á morgun, sé rúmið mitt í hyllingum. En skítt með það, sumarið er byrjað og þetta verður meiriháttar sumar, liggur bara einhvernveginn í loftinu! Jíha! Er of þreytt til að vera sniðug, zzz...

laugardagur, maí 07, 2005

Nætursvefn? Nei, hringir engum bjöllum...

Þetta er nú meiri óbjóðurinn að geta ekki sofið á næturnar. Alveg sama hvað ég safna upp mikilli þreytu, ég get samt aldrei sofnað fyrr en undir 6 á morgnana. Er að verða nett arrý á þessu rugli, enda ekkert betra að gera á næturnar en að sofa, ekkert í sjónkanum og allir hinir sofandi.
Annars tók ég mig til í gær og skar upp herör gegn öllu rykinu og kattarhárunum í herberginu mínu, það voru að verða til margir litlir kettir í öllum hornum og glufum. En ekki lengur! Daddamm! Nú er allt spikk og span en ég er líka að verða uppiskroppa með afsakanir fyrir að læra ekki...
Ég drýgði persónulega hetjudáð í gær. Horfði á Saw. Ojbara. Sá samt bara helminginn af myndinni og lét segja mér hvað væri að gerast hinn helminginn, en samt, dugleg stelpa. Miðað við að ég er stelpan sem var hrædd á Mummy (bönnuð innan tólf. Ég var sextán...) þá er ég ánægð með sjálfa mig að hafa tekið mig saman í andlitinu og þraukað þetta. Til hvers veit ég hinsvegar ekki.

fimmtudagur, maí 05, 2005

Sveittur lærdómur

Árshátíðin er semsagt afstaðin og það var nú meira svallið! Ég var edrú próformur og sit þess vegna uppi með að muna alla skandalana... Ef það verður ekki sprengja af World Class börnum eftir 9 mánuði þá veit ég ekki hvað. En það var ofsa gaman, dansaði eins og ég ætti lífið að leysa og sýndi takta með hinum stelpunum í dansinum okkar við æ læk bigg bötts, sem mér finnst alveg ofsa fyndið að taka á árshátíð World Class. Ég var að vísu pínu heft því draslið sem ég var með inná stélinu til að stækka það var alltaf að renna niður og með því sokkabuxurnar svo ég varð að halda því uppi svo það sæist ekki í alvöru stélið mitt. Leiðinlegt að vera með plömmer á árshátíð, það er ekki mjög spari...
Núna erum við hinsvegar tvö að læra á Reykjalundi og hitamælirinn sýnir 28°c hérna inni. Við erum að vera komin úr öllu sem almennt velsæmi leyfir og samt er ég alveg grilluð í hausnum. Svitnum yfir bókunum í orðsins fyllstu! Væri alls ekkert hissa þótt það kviknaði skyndilega í öllum glósunum mínum og allt draslið fuðraði bara upp. Þetta er einhvernveginn meira rómó á Mallorca með kokteil með lítilli sólhlíf og fljótandi á vindsæng, virkar ekki eins í litlum bás á skrifstofunni á Reykjalundi. Ekkert svipaður fílingur. Bömmer.