fimmtudagur, maí 05, 2005

Sveittur lærdómur

Árshátíðin er semsagt afstaðin og það var nú meira svallið! Ég var edrú próformur og sit þess vegna uppi með að muna alla skandalana... Ef það verður ekki sprengja af World Class börnum eftir 9 mánuði þá veit ég ekki hvað. En það var ofsa gaman, dansaði eins og ég ætti lífið að leysa og sýndi takta með hinum stelpunum í dansinum okkar við æ læk bigg bötts, sem mér finnst alveg ofsa fyndið að taka á árshátíð World Class. Ég var að vísu pínu heft því draslið sem ég var með inná stélinu til að stækka það var alltaf að renna niður og með því sokkabuxurnar svo ég varð að halda því uppi svo það sæist ekki í alvöru stélið mitt. Leiðinlegt að vera með plömmer á árshátíð, það er ekki mjög spari...
Núna erum við hinsvegar tvö að læra á Reykjalundi og hitamælirinn sýnir 28°c hérna inni. Við erum að vera komin úr öllu sem almennt velsæmi leyfir og samt er ég alveg grilluð í hausnum. Svitnum yfir bókunum í orðsins fyllstu! Væri alls ekkert hissa þótt það kviknaði skyndilega í öllum glósunum mínum og allt draslið fuðraði bara upp. Þetta er einhvernveginn meira rómó á Mallorca með kokteil með lítilli sólhlíf og fljótandi á vindsæng, virkar ekki eins í litlum bás á skrifstofunni á Reykjalundi. Ekkert svipaður fílingur. Bömmer.

Engin ummæli: