Hversu fáránlega niðurdrepandi er það að vera að læra fyrir próf á síðustu stundu (ég veit, ÉG! Sjokkerandi alveg hreint...) og vera með "Til eru fræ" á heilanum?? Undirmeðvitundin eitthvað að tapa sér greinilega.
Hef enga einbeitingu af ýmsum misgóðum ástæðum og eftir tvo tíma mun ég mæta ósofin, illa undirbúin og titrandi af koffeinvímu í próf sem ég átti alveg að geta staðið mig vel í. Svekkjandi. Nákvæmlega 20% líkur á að ég fái spurningu sem ég get svarað sæmilega.
Fór í enn eitt kveðjupartíið í gærkvöldi þar sem ég enduruppgötvaði einn af þýsku vinum mínum síðan í byrjun skólaársins, og átti við hann eitt af fáum "alvöru" samtölum síðan ég kom hingað. Mjög gott fyrir hausinn það, smá hreinsun. Undarlegt hvað ég virðist bara til í að opna mig fyrir þýskum harðgiftum karlmönnum hérna. Það fer á listann.
Back to the books, krossið putta og tær!
laugardagur, mars 31, 2007
Prófbömmer
miðvikudagur, mars 28, 2007
Samsæri lögfræðinganna
Í dag sat ég í sólinni á þessu ágæta kaffihúsi, á þessu ágæta torgi, og lærði fyrir Kínaprófið á laugardaginn. Það var yndislegt. Þar til lögfræðingsgerpið fann mig. Í alvöru talað, maðurinn er allsstaðar! Þetta er fjórða kaffihúsið sem hann finnur mig á. En ég elska þetta ákveðna kaffihús meira en öll hin til samans, og hann fær ekki forræði yfir því, það er alveg á hreinu! Mér tókst að losna við hann á sæmilega góðum tíma í þetta skiptið, með því að vera bölvaður dóni. Skammaðist mín smá svo ég gerði það sem allir fullorðnir gera when in doubt. Hringdi í mömmu mína. Hún hjálpaði mér að réttlæta dónaskapinn fyrir sjálfri mér. Hentugar þessar mömmur. Það skondna við þetta alltsaman var hinsvegar það, að ég var ekki fyrr búin að skella á mömmu og farin aftur að læra þegar það settist hjá mér annar maður. Lögfræðingur. I shit you not. Þessi var hinsvegar kurteis, sætur, ekki krípí og leyfði mér að læra í friði þegar ég sagðist vera að fara í próf, svo ég var ekki dónaleg við hann, og leyfði honum náðarsamlegast að klára bjórinn sinn við borðið mitt.
Ég sé alveg fyrir mér hvað gerðist á síðasta aðalfundi lögfræðingafélagsins hér í borg. "Hvað segið þið strákar (örugglega til stelpulögfræðingar hér líka en þær virðast hafa verið á klóinu á þessu augnabliki fundarins, því þær láta mig alveg vera), eigum við að velja einn úlla af handahófi og taka hann á taugum? Hah, það verður megafyndið!"
Mér er ekki skemmt.
mánudagur, mars 26, 2007
Snýýýt
Arg og pirr. Get aldrei sofið þegar ég er kvefuð. Er búin að borða þyngd mína í ávöxtum og grænmeti í dag, og drekka svo mikið vatn að ég hef það á tilfinningunni að ef ég hallaði höfðinu til hliðar kæmi það útum eyrun á mér. Samt er ég ennþá kvefuð. Skil þetta ekki.
Hausið virkar ekki almennilega svona kvefað svo hérna eru nokkrar misgáfulegar myndir af Slátrarastrætinu síðustu daga:
Hér eru Mathilde 2 og Jacob stolt nokkrum sekúndum eftir að hafa komið hnefunum á sér uppí sig. Rétt eftir að myndin var tekin reyndu þau að koma hvors annars hnefum uppí sig, sem var mjög truflandi sjón. Ég grét, veit ekki hvort það var af hlátri eða hræðslu.
Natalie fín og sæt í sínu fyrsta matarboði á Slátrarastrætinu, tekst bara sæmilega að fela hneykslunina á þessum nýja samkvæmisleik okkar.Og að lokum, kvefmaturinn minn, fullur af vítamínum og fíneríi, var svo fallegur á litinn að ég tók mynd af honum, en svo eru litirnir ekkert fínir á myndinni. Ó vell.
fimmtudagur, mars 22, 2007
Gleði í hverfisbúðinni
Það eru alltaf svo yndislegar gamlar konur í hverfisbúðinni minni, og það er eins og þær finni á sér þegar maður er leiður og þarf á gömlukonuást að halda. Áðan fór ég í búðina í mjög aumlegu ástandi, í miðju kafi að skrifa ferlega leiðinlega skýrslu um annars skemmtilega Evrópuviku, og í þokkabót lasin (því Íslendingurinn ég þolir ekki 5°c heita kjarnorkuveturinn sem er skollinn á hérna skyndilega). Ég er ekki fyrr mætt í búðina og farin að þukla epli en það fer gömul kona eitthvað að vandræðast. Hún er tæknilega séð fyrir mér en mér er alveg sama því ég er ekkert að flýta mér aftur upp til skýrslunnar, svo ég brosi bara og þukla fleiri epli. Svo elti ég gömlu konuna í röðina hjá ávaxtavigtinni þar sem hún vandræðast meira, og er farin að afsaka sig endurtekið fyrir að tefja mig. Ég sagði henni sem var að það biði mín ótrúlega leiðinleg skýrsla heima svo þess meiri tíma sem hún gæti tekið í að vandræðast með fisk á ávaxtavigtinni þess mun betra væri það fyrir mig. Hún segir að þetta sé allt af því hún hafi hjólað í búðina og sé svo kalt á höndunum að þær virki ekki almennilega. Þá lifnar yfir mér því sem Íslendingur kann ég fátt betur en að formæla veðurguðunum, jafnvel þó það sé á frönsku. Hún er ekki lengi að komast að því að ég sé Íslendingur, og rétt áður en myglaða, úfna, lasna og geðvonda ég stekk af stað til að klára skýrsluna og borða súkkulaðið sem ég var að kaupa mér til að hjálpa við sjálfsvorkunnina þá grípur hún í handlegginn á mér og segir: "Þó þú komir frá köldu landi, þá er sól í hjartanu þínu". Takk elsku gamla kona. Bjargaðir deginum algjörlega.
miðvikudagur, mars 21, 2007
Væliskæl
Foj. Það snjóar og mér er kalt og ég er kvefuð og ég er að skrifa ofsalega leiðinlega skýrslu. Kvarti lokið. Had to be done.
Ég er búin að ákveða að vera úti að skrifa BA ritgerð í sumar, sem þýðir að allir vinir og vandamenn nær og fjær eru velkomnir í heimsókn. Ef Strasbourg er ekki nógu góð fyrir ykkur er borg og/eða land samningatriði. Ein orðin desperat? Ég held nú það!
Ég þarf að finna mér nýja íbúð fyrir sumarið því ég þarf að yfirgefa þessa 15. júní, en ég er búin að taka svo margar ákvarðanir síðustu daga að ég er búin með alla festu og get ómögulega ákveðið hvar ég vil búa. Ég vil bara búa áfram á Slátrarastrætinu, nenni ekki að flytja!! Ef einhver vill gefa skít í Ísland í sumar þá eru meðleigjendur velkomnir. Sérstaklega ef þeim finnst gaman að þrífa, elda og syngja lítið lag.
Annars er mér of kalt til að geta skrifað í samhengi (samt er ég í ullarsokkum, ullargalla OG ullarpeysu utanyfir alltsaman, brr).
Tilgangurinn með öllu þessu röfli var annars sá að segja frá því að ég kem heim 12. apríl og verð til 30. Gæti ekki hlakkað meira til. Vil knús. Sjálfboðaliðar hafi samband í gamla símann þegar ég er lent á klakanum. Jei!
fimmtudagur, mars 15, 2007
Mathieu
Í dag sat ég niðri við ána og var að læra, á milli þess sem ég reyndi að forðast skvettur frá kajakstrákum og álftum. Yndislegt. Það var sól og blíða og fullt af fólki niðri við á að leika sér, læra eða bara liggja í sólbaði. Ég var niðursokkin í bækurnar þegar það var pikkað í öxlina á mér. Það var ofsa krúttlegur strákur sem hafði áður séð vera að leika sér í frisbí með nokkrum vinum sínum. Hann spurði hvort ég gæti reimað skóinn hans fyrir hann. Hann héti Mathieu og kynni það ekki ennþá. Svo dinglaði hann fætinum fyrir augunum á mér svo ég gæti séð að reimarnar hefðu sko í alvöru losnað. Ég sagðist ekki trúa því að svona stór og duglegur strákur kynni ekki ennþá að reima skóinn sinn sjálfur. Hann flissaði og sagði að mamma hans hefði lofað að kenna honum það bráðum. Ég sagði að auðvitað væri það þá sjálfsagt mál að reima skóinn hans fyrir hann, svo hann gæti haldið áfram að leika við vini sína. Og ég reimaði skóinn hans, gerði meira að segja tvöfaldan hnút svo hann myndi ekki losna strax. Hann þakkaði mér kurteislega fyrir, kyssti mig á kinnina og hljóp aftur til vina sinna til að halda leiknum áfram.
Mathieu er ca. 25 ára. Frakkar eru speees.
þriðjudagur, mars 13, 2007
Colmar - myndir
Hér koma nokkrar myndir sem Daniel tók í ferðinni okkar til Colmar um síðustu helgi. Fínt að hafa ljósmyndara með í för sem tekur skárri myndir en ég!
mánudagur, mars 12, 2007
Sólskinsbarn
Ég fór í sólbað í dag! Meira að segja svolítið íslenskt sólbað, því ég var með gæsahúð allan tímann, en það var heiðskýrt og þá er ég skilyrt til að hypja mig út með bókina mína. Fór á "Ströndina í Strasbourg", sem er ekki strönd heldur kaffihús við ána mína en þar er allavega hægt að liggja í sólstól og þykjast vera á strönd. Var mjög indælt þar til álftin tók sig til og skvetti skítugu vatninu á mig, en hvað leggur maður ekki á sig til að ná sér í smá sólarglennu? Og lögfræðingsgerpið hefur allavega ekki fundið mig á þessu kaffihúsi ennþá... Fer að verða uppiskroppa með lögfræðingslaus kaffihús hér í borg, þetta er síðasta kaffihúsið sem ég veit um í miðbænum sem sólin nær til og lögfræðingurinn nær ekki til.
Á laugardaginn var ég dregin til Colmar með Nathalie og Daniel, kærastanum hennar, og við áttum mjög fínan dag á röltinu þar. Daniel talar ekki frönsku svo við töluðum ensku allan tímann, fín hvíld fyrir hausinn minn litla. Þau eru svo ótrúlega mikil nörd að það er frábært, hafa meðal annars búið til sína eigin Star Wars mynd. Yndislega fólk.
laugardagur, mars 10, 2007
L´eau d´Unnur
Það voru að birtast heima hjá mér ofvirkir Þjóðverjar sem ætla að draga mig til Colmar í dag, sem er mjög fín tilbreyting, en á meðan fáið þið heimaverkefni. Ég var að átta mig á að ég hef ekki átt ilmvatn síðan ég kom til Frakklands (geri mitt til að staðfesta steríótýpuna um illa lyktandi Frakkann). Fór inn í Sephora og ætlaði að fjárfesta í einu slíku en var gripin svo miklum valkvíða að mér varð næstum óglatt (gæti verið sterka ilmvatnsblöndulyktin sem er alltaf inní svona búðum samt, eins og við kassann í Rúmfatalagernum hjá ilmkertunum, jakk) og varð að fara. Svo ég þarf hjálp. Þið eruð svöl. Hvaða ilmvatn er hipp og kúl?
miðvikudagur, mars 07, 2007
Ferðasaga í flugumynd
Mathilde var ekkert of sátt í slökuninni en lét sig hafa það þessi elska
Eina hópmyndin sem var tekin í ferðinni. Tekin á hvolfi reyndar en það er ekkert annað í boði. Fallegt sjónarhorn svona beint upp í nasirnar á manni líka
Ég var heilluð af þessarri ömmu og barnabarninu hennar að leika sér með bátinn sinn. Mathilde var heilluð af því hvað ég hafði áhuga á röngum hlutum við borgina
Við Notre Dame tók ég myndir af ufsagrýlunum. Aftur varð Mathilde heilluð af hæfni minni til að fara algjörlega á mis við pointið
Ég lét Mathilde setjast í skó sem mér fannst fyndinn. Henni fannst ég ekki fyndin
mánudagur, mars 05, 2007
Búin með París
Ég var að skríða inn úr dyrunum eftir vel heppnaða Parísarferð. Ferðasaga kemur síðar, en hér koma nokkrar myndir ykkur (mömmu) til yndisauka þangað til:
Ég veit ekki hvort það sést þegar myndin er svona lítil, en þetta er allavega Parísardaman einfætt, með enga efri vör og bara eina stóra framtönn fyrir utan regnbogaskreytt Louvre. Ef þetta stjórnmálafræðidæmi gengur ekki upp get ég alltaf orðið fyrirsæta
Mathilde standandi nákvæmlega á miðju Parísarborgar, fyrir utan Notre Dame
Rauða myllan, þar sem Mathilde reyndi að koma mér í verð