Það voru að birtast heima hjá mér ofvirkir Þjóðverjar sem ætla að draga mig til Colmar í dag, sem er mjög fín tilbreyting, en á meðan fáið þið heimaverkefni. Ég var að átta mig á að ég hef ekki átt ilmvatn síðan ég kom til Frakklands (geri mitt til að staðfesta steríótýpuna um illa lyktandi Frakkann). Fór inn í Sephora og ætlaði að fjárfesta í einu slíku en var gripin svo miklum valkvíða að mér varð næstum óglatt (gæti verið sterka ilmvatnsblöndulyktin sem er alltaf inní svona búðum samt, eins og við kassann í Rúmfatalagernum hjá ilmkertunum, jakk) og varð að fara. Svo ég þarf hjálp. Þið eruð svöl. Hvaða ilmvatn er hipp og kúl?
laugardagur, mars 10, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli