Arg og pirr. Get aldrei sofið þegar ég er kvefuð. Er búin að borða þyngd mína í ávöxtum og grænmeti í dag, og drekka svo mikið vatn að ég hef það á tilfinningunni að ef ég hallaði höfðinu til hliðar kæmi það útum eyrun á mér. Samt er ég ennþá kvefuð. Skil þetta ekki.
Hausið virkar ekki almennilega svona kvefað svo hérna eru nokkrar misgáfulegar myndir af Slátrarastrætinu síðustu daga:
Ég eldaði mexíkósúpu handa liðinu einn daginn, eitt leiddi af öðru og allt í einu vorum við farin að keppast um það hver kæmi hnefanum á sér upp í sig og hver ekki (ég, Mathilde 2 og Jacob getum það, Nathalie og Mathilde 1 geta það ekki). Hér er Mathilde 1 að gera sitt besta, ég hló of mikið til að ná myndum af hinum að reyna!
Hér eru Mathilde 2 og Jacob stolt nokkrum sekúndum eftir að hafa komið hnefunum á sér uppí sig. Rétt eftir að myndin var tekin reyndu þau að koma hvors annars hnefum uppí sig, sem var mjög truflandi sjón. Ég grét, veit ekki hvort það var af hlátri eða hræðslu.
Sjálfsmynd, nýbúin að taka hnefann útúr mér. Klassí þessi elska.
Natalie fín og sæt í sínu fyrsta matarboði á Slátrarastrætinu, tekst bara sæmilega að fela hneykslunina á þessum nýja samkvæmisleik okkar.Og að lokum, kvefmaturinn minn, fullur af vítamínum og fíneríi, var svo fallegur á litinn að ég tók mynd af honum, en svo eru litirnir ekkert fínir á myndinni. Ó vell.
Natalie fín og sæt í sínu fyrsta matarboði á Slátrarastrætinu, tekst bara sæmilega að fela hneykslunina á þessum nýja samkvæmisleik okkar.Og að lokum, kvefmaturinn minn, fullur af vítamínum og fíneríi, var svo fallegur á litinn að ég tók mynd af honum, en svo eru litirnir ekkert fínir á myndinni. Ó vell.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli