miðvikudagur, mars 28, 2007

Samsæri lögfræðinganna

Í dag sat ég í sólinni á þessu ágæta kaffihúsi, á þessu ágæta torgi, og lærði fyrir Kínaprófið á laugardaginn. Það var yndislegt. Þar til lögfræðingsgerpið fann mig. Í alvöru talað, maðurinn er allsstaðar! Þetta er fjórða kaffihúsið sem hann finnur mig á. En ég elska þetta ákveðna kaffihús meira en öll hin til samans, og hann fær ekki forræði yfir því, það er alveg á hreinu! Mér tókst að losna við hann á sæmilega góðum tíma í þetta skiptið, með því að vera bölvaður dóni. Skammaðist mín smá svo ég gerði það sem allir fullorðnir gera when in doubt. Hringdi í mömmu mína. Hún hjálpaði mér að réttlæta dónaskapinn fyrir sjálfri mér. Hentugar þessar mömmur. Það skondna við þetta alltsaman var hinsvegar það, að ég var ekki fyrr búin að skella á mömmu og farin aftur að læra þegar það settist hjá mér annar maður. Lögfræðingur. I shit you not. Þessi var hinsvegar kurteis, sætur, ekki krípí og leyfði mér að læra í friði þegar ég sagðist vera að fara í próf, svo ég var ekki dónaleg við hann, og leyfði honum náðarsamlegast að klára bjórinn sinn við borðið mitt.
Ég sé alveg fyrir mér hvað gerðist á síðasta aðalfundi lögfræðingafélagsins hér í borg. "Hvað segið þið strákar (örugglega til stelpulögfræðingar hér líka en þær virðast hafa verið á klóinu á þessu augnabliki fundarins, því þær láta mig alveg vera), eigum við að velja einn úlla af handahófi og taka hann á taugum? Hah, það verður megafyndið!"
Mér er ekki skemmt.

Engin ummæli: