laugardagur, mars 31, 2007

Prófbömmer

Hversu fáránlega niðurdrepandi er það að vera að læra fyrir próf á síðustu stundu (ég veit, ÉG! Sjokkerandi alveg hreint...) og vera með "Til eru fræ" á heilanum?? Undirmeðvitundin eitthvað að tapa sér greinilega.
Hef enga einbeitingu af ýmsum misgóðum ástæðum og eftir tvo tíma mun ég mæta ósofin, illa undirbúin og titrandi af koffeinvímu í próf sem ég átti alveg að geta staðið mig vel í. Svekkjandi. Nákvæmlega 20% líkur á að ég fái spurningu sem ég get svarað sæmilega.
Fór í enn eitt kveðjupartíið í gærkvöldi þar sem ég enduruppgötvaði einn af þýsku vinum mínum síðan í byrjun skólaársins, og átti við hann eitt af fáum "alvöru" samtölum síðan ég kom hingað. Mjög gott fyrir hausinn það, smá hreinsun. Undarlegt hvað ég virðist bara til í að opna mig fyrir þýskum harðgiftum karlmönnum hérna. Það fer á listann.
Back to the books, krossið putta og tær!

Engin ummæli: