Ég var að skríða inn úr dyrunum eftir vel heppnaða Parísarferð. Ferðasaga kemur síðar, en hér koma nokkrar myndir ykkur (mömmu) til yndisauka þangað til:
Mathilde nývöknuð fyrir framan Eiffelturninn
Ég veit ekki hvort það sést þegar myndin er svona lítil, en þetta er allavega Parísardaman einfætt, með enga efri vör og bara eina stóra framtönn fyrir utan regnbogaskreytt Louvre. Ef þetta stjórnmálafræðidæmi gengur ekki upp get ég alltaf orðið fyrirsæta
Mathilde standandi nákvæmlega á miðju Parísarborgar, fyrir utan Notre Dame
Rauða myllan, þar sem Mathilde reyndi að koma mér í verð
Engin ummæli:
Skrifa ummæli