miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Lögfræðingsgerpið strikes again

Í dag er sorgardagur á Slátrarastrætinu því í kvöld þarf ég að fara og kveðja uppáhaldsvin minn hér í Strass (og þann eina sem mér finnst fyndinn) hann Jacob, sem er að flytja aftur heim til Þýskalands. Ég á eftir að sakna hans ægilega. Snökt. Vil ekki hugsa um það alveg strax.
Ég sat á útikaffihúsi og var að lesa í dag þegar það barði allt í einu maður í borðið mitt og lét mig næstum fá hjartaáfall. Ég leit upp og sá að þetta var lögfræðingsgerpið sem ég er alltaf að rekast á útum allt og lætur mig alltaf fá símanúmerið sitt og ég hringi aldrei í. Það skondna við það er að í hvert sinn sem ég hitti hann lætur hann eins og við höfum aldrei hist áður, ég sé ekki með númerið hans á hundrað miðum um alla íbúð og sé ekki mjög greinilega að hunsa hann. Nema í dag, þá lemur hann í borðið mitt og rýkur í burtu í fússi. Ég segi ekki neitt og leiði þetta bara hjá mér. Fimm mínútum seinna kemur hann aftur, kynnir sig og lætur eins og við séum að hittast í fyrsta sinn. Er maðurinn eitthvað geðveikur eða hefur orðrómurinn um hvað ég er hrikalega ómannglögg í alvöru náð alla leið til Frakklands?

Engin ummæli: