Ég gleymdi að segja frá því að þegar ég hélt fyrirlesturinn minn í síðustu viku þá var ég fyrst í röðinni (í Frakklandi er ég allt í einu fyrst í stafrófinu, en ekki síðust eins og venjulega), og þegar ég stóð fyrir framan alla og ætlaði að fara að byrja þá tók ég eftir því að kennarinn minn, kona um fertugt, var búin að lita hárið á sér silfurfjólublátt. Fjólublátt. Fjóóólublátt. Alltaf þegar ég leit upp frá blaðinu mínu greip hárið á henni athygli mína og ég vissi ekki lengur hvar ég var eða um hvað ég var að tala. Ég er nokkuð viss um að hún gerði þetta bara til að trufla mig.
Annars þjáist ég þessa dagana af lamandi valkvíða, það er svo margt sem ég á að vera að gera og langar að vera að gera, að ég get ekki valið mér verkefni og enda á að gera bara ekki neitt. Hjálp.
mánudagur, febrúar 05, 2007
Silfurskotta
Birt af Unnur kl. 12:13
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli