föstudagur, febrúar 09, 2007

Kvensnift á faraldsfæti


Ég er að fara til Parísar fyrstu helgina í mars! Jei! Foreldrar Mathilde 1 eiga heima þar og hún bauðst til að taka mig með sér þangað og sýna mér pleisið. Það getur varla tekið meira en eina helgi að skoða alla París, er það? Ah, ég get ekki beðið! Ég er búin að vara Mathilde við því að ég ætla mér að eiga rómantíska helgi í þessarri höfuðborg ástarinnar, og hún verði bara að þola það að ég horfi á hana dreymnum augum og flissi eins og smástelpa. Við sjáum svo hversu vandræðaleg sambúðin verður eftir það...
Annars er ég frekar eftir mig eftir að hafa hlustað á einn samnemanda minn reyna í einn og hálfan tíma fyrr í dag að útskýra það hvernig hann túlkar orðið "ríkisborgari" (í stuttu máli telur hann sig ríkisborgara þess lands sem hann er staddur í hverju sinni. Mér finnst það vafasöm túlkun. Honum finnst ég óþolandi kvensnift.). Það að vera nemandi í stjórnmálafræði býður stundum upp á brjálæðislega leiðinlegar samræður. Fyrir utan það að franska töluð með spænskum framburði er nóg til að hausinn á mér veit ekkert hvaða tungumál hann á að vera að reyna að skilja og fer í verkfall.
En París! Jei!

Engin ummæli: