mánudagur, september 29, 2003

Eftir meira en hálfs árs blogg eru hlutirnir loksins farnir að gerast. Komin með athugasemdakerfi sem er að vísu ennþá svolítið ódýrt í útliti en fyrr eða seinna mun það verða lagfært, kemur allt með kalda vatninu. En nú má fólk gjarnan láta vita af sér því ég er forvitin um hverjir aðrir en minn einlægi aðdáandi Gunni Helgi lesa þetta í alvöru :)

laugardagur, september 27, 2003

Ég er ekki alveg sátt við afköst vina minna við að svara neyðarköllum mínum þegar mér leiðist. Heimta endurbætur. Ég er stödd í tölvunni uppá Hlöðu að deyja úr vigrum og fylkjum og sendi út svona 10 neyðarköll í formi sms-skilaboða hingað og þangað og enn sem komið er hefur enginn látið svo lítið að vorkenna mér og senda mér samúðarkveðju. Þetta skal ég muna næst þegar stærðfræði ræðst á ykkur kæru vinir! Foj...

Mig langar bara að minna í hógværð minni á að nú fer að styttast í að ég eigi stórafmæli, og kannski kominn tími til að fara að huga að gjafakaupum?

laugardagur, september 20, 2003

Var að skríða inn úr dyrunum eftir fyrsta verklega eðlisfræðitímann minn. Ég er með magnaðan hausverk og hálfsjóveik eftir að hafa glápt á flöktandi línu á skjá í fjóra tíma, vonandi af öllu hjarta að ég sæi eitthvað gáfulegt útúr henni, sem gerðist aldrei. Eins freistandi og það nú væri að klína því á kennarann get ég það því miður ekki með góðri samvisku, hann má eiga það að hann svaraði öllum mínum ljóshærðu spurningum eins og þær væru fullkomlega eðlilegar og þegar ég sat bara og blikkaði heimskulega eftir langar og strangar tilraunir til útskýringa reyndi hann meira að segja að teikna skýringamyndir handa mér, og allt var þetta framkvæmt með fullkomnu jafnaðargeði. Góður kennari, en leiðinlegustu fjórir tímar sem ég hef upplifað á ævinni (þess má geta að ég hef bæði setið gegnum Titanic og Star Wars: Attack of the Clones svo þetta eru stór orð).
Eftir nokkrar umræður var því varpað fram að kannski væri betra að horfa á sveiflusjána í gegnum bjórþoku og verður sú kenning prófuð í næstu tilraun. Skál fyrir því!

fimmtudagur, september 11, 2003

Ég er búin að vera að reikna sama dæmið í tvo daga! Tvo daga! Og ég er búin með a) liðinn, á bara b) og c) eftir fyrir MORGUNDAGINN!!! Ef einhver getur minnt mig á hvað í ósköpunum ég er að gera hérna þá má hann vinsamlegast stíga fram núna áður en ég geng berserksgang um bókasafnið stingandi fólk með skrúfblýantinum mínum.

þriðjudagur, september 02, 2003

Ég hef hérmeð misst kúlið. Alveg.
Það var gaman meðan það entist...

mánudagur, september 01, 2003

Mikið gasalega eignast maður marga vini og hratt þegar maður neyðist til að vera á bíl á djammkvöldum. Ég kaupi mér vini og vinsældir og skammast mín ekkert fyrir það! En mikið er nú alltaf leiðinlegt að sjá sæta stráka eyðileggja ímyndina með því að opna munninn og reyna að tjá sig. Mín kenning er sú að hárgel hafi slævandi áhrif á heilasellur, og langar að biðja alla myndarlega stráka sem hafa ekkert að segja vinsamlega um að þegja bara og vera sæta. Takk.