laugardagur, september 27, 2003

Ég er ekki alveg sátt við afköst vina minna við að svara neyðarköllum mínum þegar mér leiðist. Heimta endurbætur. Ég er stödd í tölvunni uppá Hlöðu að deyja úr vigrum og fylkjum og sendi út svona 10 neyðarköll í formi sms-skilaboða hingað og þangað og enn sem komið er hefur enginn látið svo lítið að vorkenna mér og senda mér samúðarkveðju. Þetta skal ég muna næst þegar stærðfræði ræðst á ykkur kæru vinir! Foj...

Engin ummæli: