Var að skríða inn úr dyrunum eftir fyrsta verklega eðlisfræðitímann minn. Ég er með magnaðan hausverk og hálfsjóveik eftir að hafa glápt á flöktandi línu á skjá í fjóra tíma, vonandi af öllu hjarta að ég sæi eitthvað gáfulegt útúr henni, sem gerðist aldrei. Eins freistandi og það nú væri að klína því á kennarann get ég það því miður ekki með góðri samvisku, hann má eiga það að hann svaraði öllum mínum ljóshærðu spurningum eins og þær væru fullkomlega eðlilegar og þegar ég sat bara og blikkaði heimskulega eftir langar og strangar tilraunir til útskýringa reyndi hann meira að segja að teikna skýringamyndir handa mér, og allt var þetta framkvæmt með fullkomnu jafnaðargeði. Góður kennari, en leiðinlegustu fjórir tímar sem ég hef upplifað á ævinni (þess má geta að ég hef bæði setið gegnum Titanic og Star Wars: Attack of the Clones svo þetta eru stór orð).
Eftir nokkrar umræður var því varpað fram að kannski væri betra að horfa á sveiflusjána í gegnum bjórþoku og verður sú kenning prófuð í næstu tilraun. Skál fyrir því!
laugardagur, september 20, 2003
Birt af Unnur kl. 18:52
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli