fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Ennþá hér

Ég var að koma úr prófi sem þýðir að ég er hérmeð formlega búin með leiðinlegasta kúrs sem ég hef nokkurntímann komið nálægt! Jei! Veit samt ekkert hvernig mér gekk, en það þýðir ekkert að hafa áhyggjur af því fyrr en í júní. Enn eitt matarboðið í kvöld, og ég nenni ekki neitt enda ekkert búin að sofa fyrir prófstressi. En það þýðir ekkert að væla, ég skal snæða þríréttaða franska máltíð í kvöld með góðu eða illu. Ég á svo bágt að það er agalegt.
Í öðrum fréttum er það helst að ég get ekki gengið, staðið upp né sest niður fyrir harðsperrum, sem skiptir engu máli því það er hvort eð er skollið á annað syndaflóð og ekki hundi út sigandi. Vona að það verði stytt upp áður en ég verð dregin út og fóðruð með valdi í kvöld. Eða að Matthildarnar hreinlega finni mig ekki undir teppinu mínu og skilji mig eftir heima.

Engin ummæli: