miðvikudagur, mars 21, 2007

Væliskæl

Foj. Það snjóar og mér er kalt og ég er kvefuð og ég er að skrifa ofsalega leiðinlega skýrslu. Kvarti lokið. Had to be done.
Ég er búin að ákveða að vera úti að skrifa BA ritgerð í sumar, sem þýðir að allir vinir og vandamenn nær og fjær eru velkomnir í heimsókn. Ef Strasbourg er ekki nógu góð fyrir ykkur er borg og/eða land samningatriði. Ein orðin desperat? Ég held nú það!
Ég þarf að finna mér nýja íbúð fyrir sumarið því ég þarf að yfirgefa þessa 15. júní, en ég er búin að taka svo margar ákvarðanir síðustu daga að ég er búin með alla festu og get ómögulega ákveðið hvar ég vil búa. Ég vil bara búa áfram á Slátrarastrætinu, nenni ekki að flytja!! Ef einhver vill gefa skít í Ísland í sumar þá eru meðleigjendur velkomnir. Sérstaklega ef þeim finnst gaman að þrífa, elda og syngja lítið lag.
Annars er mér of kalt til að geta skrifað í samhengi (samt er ég í ullarsokkum, ullargalla OG ullarpeysu utanyfir alltsaman, brr).
Tilgangurinn með öllu þessu röfli var annars sá að segja frá því að ég kem heim 12. apríl og verð til 30. Gæti ekki hlakkað meira til. Vil knús. Sjálfboðaliðar hafi samband í gamla símann þegar ég er lent á klakanum. Jei!

Engin ummæli: