Í dag sat ég niðri við ána og var að læra, á milli þess sem ég reyndi að forðast skvettur frá kajakstrákum og álftum. Yndislegt. Það var sól og blíða og fullt af fólki niðri við á að leika sér, læra eða bara liggja í sólbaði. Ég var niðursokkin í bækurnar þegar það var pikkað í öxlina á mér. Það var ofsa krúttlegur strákur sem hafði áður séð vera að leika sér í frisbí með nokkrum vinum sínum. Hann spurði hvort ég gæti reimað skóinn hans fyrir hann. Hann héti Mathieu og kynni það ekki ennþá. Svo dinglaði hann fætinum fyrir augunum á mér svo ég gæti séð að reimarnar hefðu sko í alvöru losnað. Ég sagðist ekki trúa því að svona stór og duglegur strákur kynni ekki ennþá að reima skóinn sinn sjálfur. Hann flissaði og sagði að mamma hans hefði lofað að kenna honum það bráðum. Ég sagði að auðvitað væri það þá sjálfsagt mál að reima skóinn hans fyrir hann, svo hann gæti haldið áfram að leika við vini sína. Og ég reimaði skóinn hans, gerði meira að segja tvöfaldan hnút svo hann myndi ekki losna strax. Hann þakkaði mér kurteislega fyrir, kyssti mig á kinnina og hljóp aftur til vina sinna til að halda leiknum áfram.
Mathieu er ca. 25 ára. Frakkar eru speees.
fimmtudagur, mars 15, 2007
Mathieu
Birt af Unnur kl. 15:37
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli