Eitt próf búið, þrjú eftir. Er að lesa núna Hvar á maðurinn heima? eftir Hólmstein, í annað skipti því ég náði því engan veginn í fyrra skiptið hvar maðurinn býr eiginlega. Annars er þetta ekkert svo hrikalegt námsefni að lesa, alls ekki, svo ég ætla ekki að vorkenna mér neitt hræðilega þessa helgina. Bara smá. Er að passa örverpið í kvöld svo ég er ennþá að lesa, en á morgun verður bara tekinn maraþonlestur til fjögur-fimm, og svo sett á sig partýandlitið og búbburnar og skellt sér í bullandi kæruleysi á ááárshátíð! Jei! Selfoss hír æ komm. Og ef ég fell í prófinu á mánudaginn sendi ég Bjössa persónulega í endurtektarprófið í haust. Jeminn hvað ég vona að hann lesi ekki þetta blogg... Hlakka til, hlakka til, hlakka til. Hef samt áhyggjur af því að ég verði alvarlega ofvirk, sleppt út úr prófsetunni og á dansgólf, svo til að stemma stigu við öllu hoppinu og skoppinu sem ég þekki sjálfa mig nógu vel til að vita að mun reyna að brjótast út, þá ætla ég að vera í stígvélum af mömmu minni, sem eru 2 númerum of stór. Maður verður að kunna að halda í töffið, það er fljótt að fara þegar manneskja af minni skálastærð fer að hoppa um allt. Glóðaraugu á báðum bara fara mér ekki.
laugardagur, apríl 30, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli