fimmtudagur, apríl 07, 2005

Kraftaverkaís

Nú er ég búin að lifa á ís í þrjá daga og er ekki frá því að mér sé að batna. Takk fyrir það Kjörís. Er að vísu komin með varanlega gular varir en það hlýtur að detta í tísku fyrr eða seinna. Get ekki verið heima hjá mér í náttfötunum eina einustu mínútu í viðbót svo ég ætla að harka af mér og taka vaktina mína í kvöld, láta fullt af fólki vorkenna mér og klappa mér á kollinn. "Ég ætla að kaupa af þér mánaðarkort", "Sjálfsagt, klappaðu hér (bendákoll)... og hver er svo kennitalan?...". Hljómar vel.

Engin ummæli: