Kraftaverk dagsins: Trausti fékk skoðun!!! Og ekki bara fyrir árið 2005 heldur hoppaði hann yfir ár og er skoðaður fram til 2006, sem þýðir skoðunin mun lifa bílinn. Er ekki skoðun einmitt til að koma í veg fyrir að það gerist? Jæja, ekki kvarta ég! Vúhú!
Sat í tíma hjá meistara Hólmsteini í morgun og hann leiddi mig í allan sorglega sannleikann um framtíð mína. Hann benti okkur stúlkunum á það að auðvitað væri betur borgað að vera nektardansmær en t.d. kennari því þá er maður í betri einokunarstöðu á markaðnum. Það getur nefnilega hver sem er orðið kennari en svo fáar stúlkur eru nógu limafagrar til að verða nektardansmærar. Þannig að þær okkar sem eru svo óheppnar að vera ekki nógu sætar til að geta orðið stripparar sitjum uppi með það að þurfa að vera læknar, verkfræðingar og ráðherrar. Oh, alltaf er maður jafnóheppinn.
Enda er ég ekkert búin að strippa í dag. Ég er hinsvegar búin að skottast um allt á Smart bíl og svakalega fylgir því mikil gleði. Get lagt hvar sem er, bakkað útum allt eins og brjáluð því það þarf að miða vel til að ná að hitta eitthvað á honum og svo er þetta bara eitthvað svo passlegt. Vasaútgáfa af bíl fyrir vasaútgáfu af manneskju. Svo er hann svo skemmtilega fjólublár að innan allur, eitís fílingurinn bílgerður og það eykur enn á gleðina. Here in my car, I feel safest of all, I can lock all my doors, and it´s the only way to live, in cars, dúrúbb, dúrúbb dúrúbb.
mánudagur, apríl 11, 2005
Smart á Smart
Birt af Unnur kl. 16:32
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli