mánudagur, apríl 25, 2005

Sjálfsvorkunn

Ég vorkenni mér svo mikið að vera að skrifa ritgerð að ég held ég sé að setja persónulegt met. Mér hefur ekki leiðst skóli svona mikið síðan ég var í heimspeki hjá Clarens. Nenni þessu ekki. Sem er náttúrulega ekki fullorðins afsökun fyrir að gera ekki hlutina. Ég er búin að komast að því að ég er haldin fælni við að taka ákvarðanir, get ekki ákveðið nokkurn skapaðan hlut og það hamlar mér alveg helling. Gat ekki ákveðið hvert ég vildi fara í skóla næsta vetur svo ég sótti bara ekki um skiptinámið, nú get ég ekki ákveðið hvað ég á að gera næsta vetur svo ég skráði mig á annað ár í stjórnmálafræði og fæ núna kvíðakast daglega þegar ég heyri póstinn læðast inn um lúguna ef ske kynni að þar væri greiðsluseðillinn sem ég þarf annaðhvort að borga eða ekki til að vera löglega skráð í skólann næsta ár. Er til 12 spora prógramm við þessu?

Engin ummæli: