fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar!

...og takk fyrir veturinn!
Langar að leggjast í dvala þegar ég hugsa um hvað það er mikið vesen framundan, tvær ritgerðir og svo prófin. Foj. En svo þegar það er búið tekur ljúfa lífið við, sumar í Laugum! Jei! Gerist ekki mikið betra. Allavega ekki ef það verður sama góða stemmningin og var síðasta sumar. Annars er skipulagið mitt í rúst eftir nokkrar kaffihúsaferðir þar sem spjallað var um ferðalög og aftur ferðalög, ég hef enga einbeitingu í próf núna heldur langar bara að hoppa til Keflavíkur og selja köttinn fyrir flugmiða til Langtíburstan. Get ekki einu sinni grínast með þetta. Sel ekki köttinn. Nei, nei, nei! Kannski stúdentshúfuna og alla Reif í blah geisladiskana. Langar til úúútlanda!
Væliskæl.

Engin ummæli: