fimmtudagur, apríl 28, 2005

Leyndardómur upplýstur!

Loksins búin að komast að því af hverju kommentin mín hverfa alltaf. Þau geymast víst bara í þrjá mánuði nema ég sé í áskrift sem ég borga fyrir. Ég er fátækur námsmaður og borga ekki fyrir eitt eða neitt nema bensín og hluti sem gera mig sætari. Og feitari... Hm. Já, ég sé þetta líka. Spurning um að endurskipuleggja málið. Allavega...
Jógu finnst ég leiðinleg að vera alltaf að tala um skóla á blogginu mínu. Ég er alveg sammála. Hef samt í bili ekkert annað að tala um svo þið verðið að afsaka það að fram yfir próf verður þetta annaðhvort leiðinlegt skólablogg eða pistlar um ekki neitt. Þessi er um ekki neitt. Vesgú.
Árshátíð á laugardaginn. Vei. Mikið ætla ég að vera sæt. Og fyndin. Vinn nefnilega með fyndnum stelpum og stefnan er að sameina krafta okkar í nokkrar mínútur á laugardagskvöldið og sjá hvort heimurinn þolir svona mikil skemmtilegheit á einum stað. Ef hann reynist ekki þola það þá var gaman að þekkja ykkur öll, en samt aðallega þau ykkar sem kommentuðu. Og ef einhver veit af hverju ég er búin að vera pirruð núna samfleytt í marga daga, þá má viðkomandi segja mér það. Eins ef einhver kann lækningu við því. Er að verða frekar pirruð á að vera alltaf pirruð yfir engu. Pirr. Gæti verið að ég sé farin að sakna vina minna af því ég er alltaf upptekin í skólanum? Séns. Eða það er einhver að lauma pirringi í matinn hjá mér og þá má sá hinn sami vinsamlegast hætta því strax. Ekki töff.

Engin ummæli: