föstudagur, apríl 01, 2005

Hvað gerðist?

Ég settist niður í morgun í þeim skýra tilgangi að skrifa ritgerð fyrir vin minn Hannes Hólmstein. Ekki fyrir hann per se náttúrulega, hann er held ég búin að læra sína lexíu varðandi ritstuld kallinn, en fyrir kúrsinn sem hann er að kenna og ég er svo heppin að sitja. Eitthvað varðandi jafnaðarstefnu. Einmitt, gekk svona vel nefnilega því ég skrifaði helling í dag en ekki bofs varðandi neitt gagnlegt. Skemmti mér samt konunglega en veit ekki alveg hvar ég fór út af sporinu... Pínu ringluð hérna megin.
Svo er ég svolítið fegin að vera bíllaus og föst heima í dag því það er fyrsti apríl og ég er ginnkeyptari en meðaljóninn. Og ljóshærð og örvhent. Hér er ég í minnstri hættu því mamma getur ekki logið frekar en ég, Bjarki er of lítill til að kokka upp almennilegar lygar og Óli er hálfur ofaní húddinu á Trausta (sem er bíllinn minn sko, ekki misskilja) og það skilst ekki almennilega hvað hann muldrar þar ofaní hvort eð er. Búin að setja upp virki úr íþróttatöskum og bókum, útbúin seríospakka og safa í pokum (þessum litlu silfurlituðu, ofsa vondir en brósi ræður í djúsdeildinni), með salatskál á hausnum og vopnuð handþeytara. Kem ekki fram fyrr en á miðnætti.

Engin ummæli: