Hvað á maður að gera þá daga sem manni finnst maður sjálfur bara ekki skemmtilegur? Koma svona dagar, eins og í dag, þar sem mér finnst brandararnir mínir ekki fyndnir, ég ekki tala um áhugaverða hluti eða vera ánægjulegur félagsskapur fyrir neinn. Hvað þá sjálfa mig en ég sit uppi með mig! Vona að ég verði aftur orðin venjulega, yndislega skemmtilega ég þegar ég vakna á morgun, eða ég neyðist til að grípa til örþrifaráða eins og að þegja og hlusta á hina. Guð forði mér frá svoleiðis ósköpum.
þriðjudagur, apríl 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli