þriðjudagur, apríl 05, 2005

Lasinpési

Nú er illt í efni. Vaknaði í morgun með sárasta háls í minni persónulegu sögu held ég, magnaðan höfuðverk og skjálfandi af kulda. Ég varð að blása af tímann minn, sem var alveg glatað því það var víst loksins ágæt mæting í morgun eftir að slæmt tilfelli af páskaleti hafði hrjáð Spangargesti. Og nú sit ég á Hlöðunni með grýlukerti á nefinu, ísmolatær og gæææsahúð, svo ekki sé minnst á höfuðverkinn sem ákvað að halda trúnaði við mig í dag, og er að reyna að klára ritgerðina mína fyrir Hannes sem ég á að skila Á MORGUN. Dramadrottning dagsins: Ég! Þeir sem vorkenna mér æðislega mikið mega segja mér hvort tekjujöfnun á vegum opinberra aðila sé réttlætanleg og taka í svörum sínum mið af ólíkum skoðunum Nozicks og Rawls. Þeir sem vorkenna mér bara smá er bent á að færa mér heitt kakó og teppi.

Engin ummæli: