sunnudagur, apríl 17, 2005

Skýrsla kvöldsins

Þá var ég að skríða inn úr dyrunum eftir vel heppnað bæjarrölt. Illt í tásunum!!! Enda var ég í skvísuskónum hennar mömmu minnar, það þarf meiri karlmennsku en ég bý yfir til að endast í þeim heilt kvöld skammlaust. Ég aldrei þessu vænt nennti að gera mig skvísulega og sæta fyrir kvöldið og uppskar þess vegna örlítið fleiri augngotur en vanalega, sem var hin besta skemmtun. Í framhaldi af augngotunum komst ég samt að því, sem er gott mál, að það skín greinilega af mér að ég er ekki týpan til að draga flækingshunda með mér heim á fyrsta kvöldi. Érso dönnuð. Reiknaði það út eftir að hafa fengið tvo ókunnuga kossa á höndina og tvo á kinnina. Aldrei sami dúddinn og bara einn hafði ég séð áður en reyndar aldrei talað við. Þeir voru samt ekkert að reyna við mig, bara gengu að mér, smelltu á mig herralegum kossunum og yfirgáfu svo svæðið. Hvað þýðir það eiginlega? Skiliddiggi.
En fréttir dagsins eru samt þær að Jóga massi (a.k.a. Snúður massi) varð Íslandsmeistari í kraftlyftingum í dag! Tiiiiiiiiil luuuuuuuuuuukkuuuuuuuu! Jei! Ég var að sjálfsögðu á svæðinu til að hvetja konuna og það var svaka stuð. Oh, ef ég væri nú svona mikill töffari. Bekkpressa koddann minn með herkjum...

Engin ummæli: