föstudagur, apríl 15, 2005

Hemmi frjói Gunn

Ég er svo svöl og inn að ég er heima þetta föstudagskvöldið að horfa á Það var lagið með Hemma Gunn. Alls ekki slæmur þáttur, lekur af honum lífsgleðin og ólympíuandinn, skítt með það hver vinnur, bara að vera með! Það sem hinsvegar truflar mig frá því að lifa mig almennilega inn í hamingjuna er að á skjánum á bakvið kallinn eru svona flöktandi nótur, þessar með halanum, svona óskýrar og ekki í fókus. Örugglega mjög Feng Shui vænt en lítur fyrir mér ekki út eins og neitt nema... ja sáðfrumur. Og Hemmi Gunn, þessi endanlega holdgerving íslensku þjóðarsálarinnar með alkahólismann og kransæðavandamálin en samt alltaf í boltanum og allt er æðislegt og reddast, finnst mér ekki alveg ganga upp svona umkringdur svamlandi sáðfrumum. Jakk bjakk. Kjánahrollur.

Engin ummæli: