Hefst nú sá tími árs þegar ég fæ alltaf slæmt tilfelli af ljótunni sem endist framyfir próf, og nær hámarki degi fyrir síðasta próf. Dagurinn í dag er gott dæmi. Mín mætt á Reykjalund að skrifa ritgerð, fötin skemmtileg blanda af rauðu, appelsínugulu og eplagrænu og hárið farið að ögra þyngdaraflinu og þolinmæðinni minni. Ég er að vísu búin að lofa sjálfri mér og Möggu að halda í skvísið eins og ég mögulega get, verð allavega að geyma það á vísum stað þar sem árshátíð World Class er á laugardaginn og ég ætla að fórna smá stjórnmálaheimspekilestri til að mæta í matinn og sækja happdrættisvinninginn minn. Og fermingarmyndina mína! Þar fór kúlið sem ég var búin að vinna hörðum höndum við að byggja upp í fyrirtækinu. Keppni um hallærislegustu fermingarmyndina. Hver fær svona hugmyndir..? Rats.
laugardagur, apríl 23, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli