Þetta er nú meiri óbjóðurinn að geta ekki sofið á næturnar. Alveg sama hvað ég safna upp mikilli þreytu, ég get samt aldrei sofnað fyrr en undir 6 á morgnana. Er að verða nett arrý á þessu rugli, enda ekkert betra að gera á næturnar en að sofa, ekkert í sjónkanum og allir hinir sofandi.
Annars tók ég mig til í gær og skar upp herör gegn öllu rykinu og kattarhárunum í herberginu mínu, það voru að verða til margir litlir kettir í öllum hornum og glufum. En ekki lengur! Daddamm! Nú er allt spikk og span en ég er líka að verða uppiskroppa með afsakanir fyrir að læra ekki...
Ég drýgði persónulega hetjudáð í gær. Horfði á Saw. Ojbara. Sá samt bara helminginn af myndinni og lét segja mér hvað væri að gerast hinn helminginn, en samt, dugleg stelpa. Miðað við að ég er stelpan sem var hrædd á Mummy (bönnuð innan tólf. Ég var sextán...) þá er ég ánægð með sjálfa mig að hafa tekið mig saman í andlitinu og þraukað þetta. Til hvers veit ég hinsvegar ekki.
laugardagur, maí 07, 2005
Nætursvefn? Nei, hringir engum bjöllum...
Birt af Unnur kl. 15:21
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli