fimmtudagur, maí 19, 2005

Lífið að loknum prófum

Ég lifði semsagt prófin af, sjálfri mér til undrunar, og nú er bara að bíða og sjá hvernig einkunnirnar koma út. Er búin að fá eina reyndar, sem kom skemmtilega á óvart og vona að allar hinar taki sér þessa til fyrirmyndar. Dugleg einkunn, vann fyrir kaupinu sínu. Svo var auðvitað fagnað vel og vandlega helgina eftir próflok, að vísu var ég ferlega léleg og sveik Daða um djamm á föstudagskvöldinu því ég var svo æææðislega sybbin, en var þeim mun minna sybbin á laugardagskvöldið og held ég hafi sjaldan dansað jafn mikið og ég gerði þá. Mæli ekki með því að missa sig svona algerlega tímunum saman á sveittu dansgólfi ef líka er verið að reyna að vera sætur, það fer samkvæmt minni reynslu alls ekki saman. Ekki á nokkurn hátt, varð snemma kvölds eins og reytt hæna og hélt því þema til streitu það sem eftir lifði nætur. En hærregud hvað var gaman! Dansidansidans. Og svo löbbuðum við Magga heim til hennar í yndislega sumarveðrinu, gerist ekki mikið betra krakkar mínir, ónei.
Svo er maður bara farinn að vinna, sit meira að segja í baðstofunni í þessum töluðu. Hélt ég yrði að vinna frekar lítið í júnímánuði og var farin að hafa nettar áhyggjur af þessu öllu saman, en það er að koma í ljós þessa dagana að vandamál sumarsins verður eitthvað allt annað en atvinnuleysi!
Og já. Er komin með leið á þessu rugli. Rétt upp hönd sem vill vera kærastinn minn í sumar. Someone? Anyone? Foj.

Engin ummæli: