þriðjudagur, júní 19, 2007

Bloggað á almannafæri

Nú stefnir í grófa bloggleti, þar sem ég er flutt í yndislega staðsettu nýju íbúðina mína og er netlaus þar (er hinsvegar með fínan glugga sem vísar út að ánni og ég get setið í og lesið. Hef fundið hamingjuna). Er að vísu búin að finna þetta fína 60's kaffihús með þráðlausu neti, en þar sem ég sting af til Barcelona á föstudaginn (vííí) og hef ferlega mikið að gera áður en ég fer, og verð auk þess með gest þangað til ég fer og Magga frænka og fjölskylda eru í bænum, þá sé ég ekki fram á að blogga mikið...
Ég held ég sé annars búin að vera að gefa frá mér einhverja despó strauma eftir að næstum allir sem ég þekki hérna fóru heim, allavega þá er bláókunnugt fólk endalaust að bjóða mér í mat og drykk allt í einu. Er greinilega mjög umkomulaus á svipinn... Það skondna við það alltsaman er að allir þessir nýfundnu góðgerðamenn mínir (nema einn) eru, jább, lögfræðingar. Ég er búin að vera að spegulera (oh, sakna Harrí og Heimis) í því hver ástæðan fyrir þessarri ást lögfræðinga á mér geti eiginlega verið, og komist að því að möguleikarnir séu eftirfarandi:
- Löfræðingar eru óvenju ófeimnir.
- Lögfræðingar eru óvenju drykkfelldir.
- Allir í Strasbourg (nema einn) eru lögfræðingar.
- Það sama og dregur fólk að lögfræði dregur fólk að mér. Lögfræði er oft lýst sem "þurri og ástríðulausri". Frábært.
- Lögfræðingafélagið í Strass er að skemmta sér á minn kostnað (hef viðrað þessa kenningu hérna áður og finnst hún ennþá líklegust).

Hér koma svo nokkrar fleiri fínar myndir úr stelpuferðinni góðu:

Ella var í skvísugírnum alla ferðina (aðdáunarvert í mínum bókum, ég var í skvísugírnum í einn dag og þá var þolið búið):

Við mamma með sólbrunnin trýni (ég veit, brjóstin á mér stefna á heimsyfirráð, hið versta mál):

Reykingar voru bara leyfðar útum gluggann minn, svo þetta blasti við mér reglulega. Er ennþá að jafna mig:
Skruppum til Þýskalands (tvisvar, því við hittum fyrri daginn akkúrat á einhvern sér-þýskan helgidag og allt var lokað!) því ég mátti kaupa mér Ecco skó frá Svölu ömmu (hef ekki farið úr þeim síðan, hver sá sem hannar þessa skó er góð góð manneskja), mamma vildi Vínarsnitsel og Ella vildi kaupa Playmo. Allir fengu það sem þeir vildu, hér er Ella með fenginn:
Hefur einhver séð fínni gesti? Trúi því þegar ég sé það!
Við mamma að glíma við snigla:
Mamma 1, snigill 0
Lentum í svakalegri dembu á leiðinni til Sviss síðasta daginn, og upp gaus þessi fína blauthundalykt sem ég náði ekki á mynd, en hér er allavega smá hugmynd um stemmarann:
Veit að Ella myndi aldrei tala við mig aftur ef ég birti hennar rigningarmynd (sem er miklu skemmtilegri en mín), en þetta er ég í hlutverki drukknaðrar rottu:
Síðasta mæðgnamynd ferðarinnar, rennblautar á flugvellinum í Basel:
Svona líta 23ja ára stúlkur út rétt áður en þær fara að skæla af því mamma þeirra er að fara (ég er töffari, ég veit):

Engin ummæli: