þriðjudagur, júní 05, 2007

Blogg-lingur

Enginn tími til að blogga, mamma og Ella frænka eru í heimsókn og ég er með útistandandi skemmtidagskrá fyrir þær alla daga. Er að verða uppgefin á að urra eins og varðhundur á öll karlgerpin sem glápa á þær endalaust, ferlega sólbrunnin eftir daginn í Orangerie-garðinum, með harðsperrur í hláturvöðvunum, og svo úttroðin af mat að ég get varla gengið. Mjög svo ljúft líf að hafa þær hérna, og ég vil alls ekki þurfa að skila þeim aftur á laugardaginn. Enda rata þær ekki á flugvöllinn nema ég fylgi þeim í lestinni og rútunni yfir til Sviss, svo ég fer bara ekkert með þær og málið er leyst. Tek þær í gíslingu. Gott plan.
Annars:
-Próf búin, jeeeiii!
-Íbúð fundin, ennþá meira jeeeiii!
Smáatriði síðar, of þreytt. Farin að baða mig í aloe vera geli...

Engin ummæli: