miðvikudagur, september 14, 2005

Kona dagsins...

...er ég. Af því þetta er mitt blogg og ég ræð. Líka af því ég sló persónulegt met í bæði myglu OG leti, sem er afrek. Minni sjálfa mig soldið á úfna dúddann í Notting Hill í dag, nema minna fyndin og með meiri brjóst. Svo er ég búin að sitja á Hlöðunni í allan dag og komast að því að ef maður virkilega virkilega ætlar sér ekki að læra er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt annað hérna. Eins og að blogga (allt er hey í harðindum). Gera lista yfir stellingar sem láta mann ekki fá náladofa í tærnar(stuttur listi. Ein. Sitja eins og manneskja, sem ég einmitt get ekki, er með náladofa í tánum es ví spík. Góð saga). Búa til stöðurafmagn með því að nudda sokkunum ofsa hratt eftir gólfteppinu og gefa sofandi fólkinu smá straum. Útskýra af hverju maður er að nudda sokkunum ofsa hratt eftir gólfteppinu og gefa nývaknaða og pínu pirraða fólkinu smá straum. Pavtí pavtí.

Engin ummæli: