Fór á æðislega kvenlægan hádegisfund áðan, þennan hér semsagt, þar sem Lára Marteinsdóttir ætlaði að fjalla um kvikmyndir og kyngervi, og hátt hlutfall fæddra drengja í kvikmyndum. Ætlaði segi ég því hún gerði það ekki. Hún sýndi okkur bara nokkur atriði úr uppáhaldsmyndunum sínum og muldraði eitthvað á meðan sem heyrðist ekki því myndirnar voru svo hátt stilltar. Fann aldrei tenginguna við efnið sem hún ætlaði að fara yfir, sem hljómaði annars fannst mér mjög spennandi, dáldið svindl að lofa hádegisfundi um eitthvað en undirbúa hann svo að því er virtist ekki neitt að öðru leyti en að smella sér út á vídjóleigu á leiðinni á fundinn og grípa nokkrar karlrembumyndir. Verð líka að segja að mér fannst vanta umfjöllun um Two Lesbians and a Plumber, það hefði örugglega verið ný vídd á annars mjööög óáhugaverðum fundi.
Bloggið mitt er að breytast í mína eigin persónulegu Þjóðarsál, þar sem ég nöldra yfir því hvað ég sé tussuleg og að aðrir standist ekki væntingar. Gjössovel.
fimmtudagur, september 15, 2005
Hádegisfundur vagínanna
Birt af Unnur kl. 13:24
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli