Elínborg vogaði sér að klukka mig svo hér koma fimm gagnslausar staðreyndir um mig. Ekki að margar staðreyndir um mig séu sérstaklega gagnlegar yfir höfuð...
1. Á sumrin fæ ég þrjár freknur, allar á nefið. Ekki fleiri, ekki færri. Þrjár. Alltaf. Og mér þykir vænt um þær.
2. Mér finnst að allt sem er gert úr kjötfarsi eigi að vera ólöglegt, ásamt kjötfarsinu sjálfu og áhöldum til framleiðslu þess. Þeir sem opinberlega játa neyslu þess ættu að skammast sín og leita sér hjálpar hjá 12 spora prógrammi í sínu hverfi.
3. Ég hef ekki ennþá séð kvikmyndina Braveheart. So sue me.
4. Þegar ég er alein í sundlaug þá syndi ég eins hratt og ég get í djúpa helmingnum því ég er svo hrædd um að það komi hákarl og borði mig. Ekki í grunnu samt. Bara djúpu.
5. Mér finnst yndislegt að lesa í baði, og þar fer stærstur hluti míns próflesturs fram, en er haldin fordómum gagnvart þeim sem lesa á klósettinu. Það er bara eitthvað rangt við það krakkar.
Jahá. Ég segi klukk Bylgja, Dabbi, Ásla, Ásdís og Íris Björk. Ef þetta eiga að vera fimm manns... Geri allavega eins og Ella bara, veit ekkert hvernig reglurnar eru... Krassandi alveg hreint.
miðvikudagur, september 21, 2005
These foolish games...
Birt af Unnur kl. 06:59
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli