Brjálað, brjálað, brjálað. Búin að glósa meira á viku en ég gerði allar síðustu tvær annir samanlagðar, námskeið að byrja í vinnunni og allt í geðveikinni þar, bíllinn bilaður, byrjaði með nýju tímana mína í Veggsporti og þar er fámennt en góðmennt eins og er og svo tók ameríski aðdáandinn sinn tíma. Ætti að vera á prósentum hjá Flugleiðum. Í öllu þessu rugli núna er reyndar mjög freistandi að hoppa bara til Los Angeles og gerast svona "trophy wife", láta bara klóra sér á hausnum og dást að sér allan daginn, en einhvern veginn grunar mig að það gæti orðið ööörlítið leiðigjarnt til lengdar.
En allavega, það er eitthvað við lagið Fix you með Coldplay sem gerir mig alveg æðislega dramatíska, fæ sömu tilfinningu og Bridget Jones lítur út fyrir að hafa í byrjun á skárri myndinni meðan hún hlustar á All by myself. Þetta veit ég bara af því að ég er á bílnum hennar mömmu eins og er sem er búinn sárt saknaðrar rásar tvö. Er í viku búin að hafa alveg sæmilega hugmynd um hvað er að gerast í heiminum bara. Var semsagt fellibylur í BNA, fyrir þau ykkar sem eiga ekki heldur bíl með útvarpi. Já, og kosningar yfirvofandi í Þýskalandi, Angela er að vinna, þó engum virðist líka við hana. Fæ bílinn minn aftur eftir nokkra daga og þá verður það fáfræðisalsæla (ignorance is bliss) á ný.
föstudagur, september 09, 2005
Allt að gerast
Birt af Unnur kl. 14:20
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli