fimmtudagur, september 15, 2005

41 ár

Á laugardaginn ætlum við að halda uppá það að Björk og Bylgja verða samtals 41 árs. Af því tilefni erum við (les. Bylgja og Lára) búnar að plögga allskonar frítt pláss og áfengi á skemmtistöðum bæjarins enda erum við skvísur og hver staður bættari af því að hafa okkur, sérstaklega svona lausar á því og í glasi. Upphitun verður heima hjá Björk í nýja húsinu hennar sem ku vera algjör draumur í dós, og gaman að fá að sjá það, líka of langt síðan við prökkuruðumst allar saman síðast, held svei mér þá að það hafi líka verið hjá Björk, þegar hún útskrifaðist úr snyrtifræðinni. Sem er lygi, var haldið svakalegt Sálarball í sumar en ég stakk af og ætla að láta eins og það hafi aldrei gerst. En semsagt, stelpan að fara að tjútta aðra helgina í röð og búin að lofa sér næstu líka, held ég sé komin í ruglið bara. Naumast hvað maður er villtur, ætli ég sé alkóhólisti? Ekki fyndið? Ok...

Engin ummæli: