miðvikudagur, október 05, 2005

Fireball

Þá er ég búin að sturta í mig góðum skammti af töfraduftinu hennar Jógu minnar, hausinn á mér orðinn að glóandi eldhnetti (strákurinn á næsta borði er greinilega að reyna að ákveða hvort hann eigi að segja mér að ég sé um það bil að fara að fuðra upp eða láta mig komast að því "the hard way") og heilastarfsemin aftur komin í gang. Ég segi "aftur" því árið 1995 virkaði hún tímabundið þegar ég skilaði stórgóðri ritgerð um bókina "Pelastikk" og fékk 9,5 að launum. Ég er tilbúin að tækla Evrópusambandið eins og það leggur sig ásamt Atlantshafsbandalaginu, Evrópuráðinu, Kola- og stálbandalaginu og öllum litlu vinum þeirra. Koffein er skemmtilegt. Jíha!

Engin ummæli: