Við stelpurnar skelltum okkur á Galileó til að kveðja Bylgjuna okkar sem ætlar aftur að yfirgefa okkur fyrir frægð og frama í Danaveldi. Hvernig ætli það sé að vera svona eftirsóttur? Hm. Ég ætlaði að vera sniðug og aldrei þessu vant taka myndir, og senda þær svo hingað á bloggið til að gleðja alla þá sem hafa gegnum tíðina kvartað yfir myndaleysinu hérna. En þá voru allir myndavélaminniskubbar fullir svo ég tók bara óskýrar og loðnar myndir á símann minn og það verður að duga í bili. Fæ allavega plús í kladdann fyrir að gera mitt besta. Bylgja var auðvitað sætust í kvöld, en það er standard því hún var heiðursgesturinn. Linda, Björk, Hrönn, Magga og ég vorum líka skítsæmilegar, sérstaklega svona óskýrar. Eftir matinn fór ég svo og hitti Örnu og Móniku og við röltum á milli kaffihúsa í einhverri taugaveiklun í smástund, Arna varð fyrir ansi hressandi, rússneskri kynferðislegri áreitni og Mónika tók kokkinn á Óliver í sálfræðilega bóndabeygju. Kvöldið endaði svo á að Arna sveif á Laugaveginum, eins og þið sjáið á síðustu myndinni, er þetta ekki merki um of mikla koffeinneyslu..?
sunnudagur, október 16, 2005
Loðið myndablogg
Birt af Unnur kl. 23:41
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli