sunnudagur, október 30, 2005

Dagur 10


Ég lít út eins og Johnny Bravo. Og ég er ekki bara að kvabba hérna, fólk er í alvöru að segja mér það. Ég kvartaði þegar fólk sagði að ég væri eins og Renée Zellwager, en af tvennu illu þá er það nú skömminni skárra en hr. Bravo, en ég verð samt að játa að ég sé frekar svipinn með okkur heldur en mér og frk. Zellwager. Ég er hamsturinn sem var duglegastur að safna fyrir veturinn.

Engin ummæli: