fimmtudagur, október 27, 2005

Varúð - inniheldur sjálfsvorkunn

Nú er ég búin að vera veik í meira en viku og farin að naga veggi af leiðindum. Er í þessum töluðu að horfa á barnatímann. Ég kem ekki heil á geði útúr þessu, það er nokkuð ljóst... Get ekki einu sinni borðað ís eins og maður á að gera þegar maður er veikur því mér er svo óglatt, mataræðið mitt síðustu daga hefur samanstaðið af ávaxtasafa og vatnsmelónu. Ef ég passa mig ekki verð ég mjó. Er samt glöð að það er búið að komast að því hvað er að mér, illskeytt streptókokkasýking í hálsinum, og mér til mikillar gleði komin á sýklalyf við því. Þau virðast samt ekkert vera að virka því nú er ég búin að taka þau í þrjá daga og er nákvæmlega eins, með næstum 40 stiga hita, fullan háls af einhverju sem ég vil ekki vita hvernig lítur út (en óttast að ég muni þurfa að horfast í augu við fyrr en seinna...) og fullan líkama af ógleði. Flest ykkar vita líklega að sýklalyf eru ekki vinir mínir, er með ofnæmi fyrir einhverju af þeim og dó bara næstum síðast þegar ég reyndi að leika við þau. Þessi sem ég er á núna eru fyrir ofnæmispésa eins og mig, en ég er að verða ansi hrædd um að þetta sé bara smartís því það er ekkert að gerast. Kvartikvartikvart. Mér er samt í veikindum mínum búnar að berast nokkrar afmælisgjafir, sjúkravitjanir og sjúkrasímtöl og sms, sem er búið að vera mjög hressandi, takk fyrir að hugsa svona fallega til mín (ef þið sæuð hvað ég er ljót akkúrat núna mynduð þið snarhætta því, en það er annað mál). Hrefna meira að segja kom gjöf til mín frá Köben þessi elska, og Jóhanna færði mér lítinn bút af Ameríku. Þið eruð yyyndislegar! Setti inn mynddæmi af Jógu og Hrefnu á góðum stundum, en það er eitthvað pakk með þeim á myndunum, verðið bara að horfa framhjá því.

Engin ummæli: