föstudagur, október 28, 2005

Kaldhæðni ársins

Ég, Unnsa litla, er komin með kossasótt. Ef það er ekki kaldhæðni ársins má ég hundur heita. Var semsagt áðan greind með einkirningasótt og tekin af sýklalyfjaógeðinu sem lét mig kúgast í alla nótt. Gaman að vera búin að vera í fjóra daga að óþörfu á lyfi sem, eins og læknirinn orðaði það mjög svo fræðilega "er eins og að draga gaddavír gegnum magann á sér". Jakkbjakk. Jæja, farin að slefa.

Engin ummæli: