24. afmælisdagurinn minn var með eindæmum góður. Ég eyddi laugardeginum í bakstur og tiltekt og bauð svo stórfjölskyldunni í heimsókn á sunnudaginn, að vísu varð ekkert eins og það átti að vera í bakkelsisdeildinni en allt var nú samt sæmilega ætt, og meira að segja súkkulaðikakan sem varð að búðingi hvarf merkilega hratt. Það var dansað í stigaganginum, ráðist á fólk með rjómasprautum og verið með almennan hávaða og ólæti, og ég hefði ekki getað verið ánægðari með samkomuna. Takk fyrir mig!
Mamma hjálpaði mér svo að taka til eftir liðið (það var líka hún sem bakaði allt sem leit sæmilega eðlilega út á veisluborðinu) svo um sjöleytið sat ég ein eftir, södd og sæl í hreinni íbúð. Nokkuð vel af sér vikið.
Daginn endaði ég svo á að þiggja sjávarréttaþemað matarboð á Viktor af Rakel, og bjóða svo henni og Olivier heim í afganga. Við Rakel duttum í að rifja upp gamlar syndir, og Olivier fékk nett menningarsjokk. Held hann sé feginn að vera á leið heim til Frakklands á ný, þar sem ostum og vínberjum er haldið í öruggri fjarlægð hvoru frá öðru og hver máltíð tekur lengri tíma en 5 mínútur (með uppvaski).
mánudagur, október 15, 2007
Einu árinu nær því að verða fullorðin
Birt af Unnur kl. 18:29
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
til hamingju með ammælið, gott að dagurinn var góður, leiðinlegt að ég gat ekki mætt, var með þer í huganum,
Tillykke skat... djöfull er ég gamall! :p
hmmm merkilegt að allt það sem er nógu spennandi til að skrifa um það í þessari veislu er á mína ábyrgð... eða fjölskyldu minnar ;)
Skrifa ummæli